Home
Welcome to the Frontpage
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2025. EFSA Iceland Shore Championship 2025 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 15 Júní 2025 13:25

Verður haldið laugardaginn 28. júní frá Sauðárkróki eða Þykkvabæjarfjöru.

Veitt frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Þátttökugjald 3.000 kr.

Veitt verður frá söndunum utan við Sauðárkrók (Borgarsandi) eða frá Þykkvabæjarfjöru á 50 metra sónum. Leyft verður að nota eina beitustöng og aðra spúnastöng.

Veitt verður eftir reglum EFSA og heimilt að veiða með tveimur krókum.

Þátttaka í mótið tilkynnist fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 25. júní til Skarphéðins Ásbjörnssonar í síma 852 6662/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið, stærsta (lengsta) fiskinn og stærsta flatfiskinn.

Veiðistaður (Borgarsandur eða Þykkvabæjarfjara) verður ákveðinn þegar ljóst verður hvernig vindátt er á stöðunum.

EFSA Shore Championship 2025 will be held on Saturday 28th June from Sauðárkrókur in North Iceland or Thykkvabæjarfjara in South Iceland from 10:00 to 16:00 depending how the wind will be blowing.

Entry fee ISK 3.000.

Registration at the latest on 25th June to Skarphéðins Ásbjörnssonar tel. 8526662/e-mail: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. or to Thorir Sveinsson tel. 8963157/e-mail: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
Úllabikar og Siggubikar í lok maí 2025. Ulli´s Cup and Sigga´s Cup on 31st May 2025. Staðan, status. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 01 Júní 2025 10:27

Í lok maí 2025 hafa alls 91 fiskur verið skráðir í Úllabikarinn (flestar tegundir) hjá 14 veiðimönnum og 18 tegundir; þorskur, ufsi, ýsa, steinbítur, lýsa, langa, keila, lýr, marhnútur, gullkarfi, litli karfi, síld, sjóbleikja, sjóbirtingur, sandkoli, skrápflúra, rauðspretta og flundra. Í fyrsta sæti með 13 tegundir er Gussi, í öðru sæti með 12 tegundir er Sævar og í þriðja sæti með 11 tegundir er Skarphéðinn. Í Siggubikarinn (lengsti fiskur) eru skráðir 12 fiskar yfir 1 meter hjá átta veiðimönnum. Í fyrsta sæti er Ægir með 131 cm. löngu, í öðru sæti er Sævar með þorsk 129 cm. og í þriðja sæti er Þórir með þorsk 123 cm.

At the end of May 2025, a total of 91 claims have been sent in the Ulli´s Cup (most species of the year) from 14 anglers and 18 species; Cod, Coalfish, Haddock, Wolf fish, Whiting, Ling, Tusk, Pollack, Scorpion fish, Golden Red fish, Norwegian Red fish, Herring, Artic Char, Seatrout, Common Dab, Rough Dab, Plaice and Flounder. In the first place is Gussi with 13 species. In second place is Sævar with 12 species. And in third place is Skarphéðinn with 11 species. In the Sigga´s Cup (longest fish) claims of 12 fish over 1 meter have been sent in from 8 anglers. In the first place in Ægir with a Ling of 131 cm long. In second place is Sævar with a Cod of 129 cm long and in third place is Thorir with a Cod of 123 cm long.

 
Úrslit í aðalmóti EFSA Íslands í Grindavík 23.-25. maí 2025. Results from EFSA Iceland Open 23rd to 25th May 2025. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 28 Maí 2025 17:31

Aðalmót EFSA Íslands 2025 var haldið dagana 23. til 25. maí með þátttöku 14 veiðimanna þar af 5 frá Suður-Afríku. Róið var á fjórum bátum og veitt aðallega nærri Reykjanesröstinni til að reyna við stóra fiska, og giltu fjórar tegundir til stiga eða þorskur, ufsi, keila og langa. Fyrsta veiðidaginn föstudeginum 23. maí varð að aflýsa vegna veðurs. Alls veiddust 648 fiskar sem náðu máli (lágmarkslengd 50 cm) þar af 536 þorskar, 45 ufsar, 48 keilur og 19 löngur. Auk verðlauna fyrir lengsta fiskinn í tegundunum fjórum voru verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í einstaklingskeppninni, sem og til Íslendinga í fyrstu þremur sætunum í Íslandsmeistarakeppninni, og fyrir landsliðin tvö frá Íslandi (A og B) og eitt frá Suður-Afríku.

Lengsta þorskinn 126 cm. veiddi Cobus Koekemoer Suður-Afríku, lengsta ufsann veiddi Gary Truluck Suður-Afríku 116 cm., lengstu keiluna veiddi Ægir Einarsson Íslandi 99 cm. og lengstu lönguna 156,5 cm. veiddi Cobus Koekemoer Suður-Afríku.

Í fyrsta sæti í einstaklingskeppninni varð Ægir Einarsson Íslandi með 200% skor, 481 aflastig og 51 fisk. Í öðru sæti varð Allen Ford einnig með 200% skor en 426 aflastig og 42 fiska. Í þriðja sæti varð Chris Gerber með 197,33% skor 136 aflastig og 65 fiska.

Íslandsmeistari EFSA Íslands árið 2025 varð Ægir Einarsson með 200% skor, 481 aflastig og 51 fisk. Í öðru sæti með 178,57% skor, 119 aflastig og 49 fiska varð Sævar Guðmundsson. Í þriðja sæti með 174,36% skor, 332 aflastig og 34 fiska varð Skarphéðinn Ásbjörnsson.

Í landskeppninni varð sveit Suður-Afríku í fyrsta sæti með 728,73% skor, en skor fjóru efstu í viðkomandi fimm manna sveit er lögð saman. Í öðru sæti með 588,64% skor varð Ísland A og í þriðja sæti með 493,86% skor varð Ísland B.

Í keppni skipstjóra varð Jón Gauti Dagbjartsson og áhöfn hans á bátnum Grindjáni GK-169 með 223,40 aflastig að meðaltali á veiðistöngina (fjöldi veiðimanna um borð). Í öðru sæti varð Kristján Þórisson og áhöfn hans á bátnum Hópsnes GK-77 með 143,29 aflastig að meðaltali á veiðistöngina. Í þriðja sæti varð Sigurður Þorleifsson og áhöfn hans á bátnum Stakkur ÁR-21 með 59,11 aflastig að meðaltali á veiðistöngina.

Mótssetning og lokahóf samhliða verðlaunaafhendingunni fór fram í matsal Stakkavíkur.

Stjórn EFSA Íslands vill koma á framfæri kveðjum og þakklæti til allra þeirra, sérstaklega Hermanns í Stakkavík, sem komu að og unnu við mótið og gerðu það mögulegt að mótið var haldið frá Grindavík eftir margra ára hlé.

English version.

EFSA Iceland Open 2025 was held from Grindavik in South-Iceland on 23rd to 25th May, a three-day fishing with registration on 22nd May and the Gala Dinner on 25th May.

In the Championship there were 14 anglers, 5 from South Africa and 9 from Iceland on 4 boats. The first day, the 23rd, was cancelled due to bad weather. The targeting fish species were Cod, Coalfish, Tusk and Ling with 50 cm as the minimum size, and we fished in a rough area where two currents meet off the south-west coast to try to catch big fish. A total of 648 fish were caught, 536 Cod, 45 Coalfish, 48 Tusk and 19 Ling. The longest Cod of 126 cm was caught by Cobus Koekemoer South Africa, the longest Coalfish of 116 cm caught by Gary Truluck South Africa, the longest Tusk of 99 cm caught by Ægir Einarsson Iceland, and the longest Ling of 156.5 cm caught by Cobus Koekemoer South Africa.

In the first place for individuals was Ægir Einarsson Iceland with 200% score, 481 fishpoints and 51 fish. In second place was Allen Ford South Africa also with 200% score but 426 fishpoints and 42 fish. In third place was Chris Gerber South Africa with 197.33% score 136 fishpoints and 65 fish. In the National Teams the team from South Africa was in the first place with 728.73% score. In second place with 588.64% score was Iceland A and in third place with 493.86% score was Iceland B.

 
Aðal- og innanfélagsmót EFSA Íslands 2025. EFSA Iceland Open 2025. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Mánudagur, 14 Apríl 2025 20:18

Aðalmót EFSA Íslands í sjóstöng verður haldið föstudaginn 23. maí til sunnudagsins 25. maí frá Grindavík. Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA s.s. að veitt er með tveimur krókum. Mótið er tegundamót og lögð áhersla á að veiða stóra þorska, ufsa, löngur og keilur.

Dagskrá:

Fimmtudagur 22. maí

kl. 18:00 Skráning og mótssetning.

Föstudagur 23. maí

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 09:00 Veiðar hefjast.

kl. 15:00 Veiðum hætt.

kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

kl. 20:00 Úrslit fyrri keppnisdags birt á vegg EFSA Íslands á Facebook.

Laugardagur 24. maí

Sama og á föstudeginum

Sunnudagur 25. maí

Sama og á föstudeginum nema að verðlaunaafhending og lokahóf verða kl. 18:00.

Veiðitíminn er sex klukkustundir. Ef komið er á veiðislóð fyrir klukkan 09:00 er heimilt að hefja veiða og reiknast veiðitíminn frá því að færi er rennt í sjó.

Þátttökugjald og skráning. Skráning er hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Skarphéðni Ásbjörnssyni sími 852 6662/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 1. maí 2025.

Stjórn EFSA Ísland skipar mótsstjórnina.

EFSA Iceland Open 2025 will be held Friday 23rd, Saturday 24th and Sunday 25th May from Grindavik, Southwest Iceland. EFSA fishing rules e.g. two hooks. The Championship is a species competition targeting big fish: Cod, Ling, Coalfish and Brosme.

Programme:

Thursday 22nd May

18:00 Registration.

Friday 23rd May

06:30 Assemble on Quayside.

07:00 Boats commence departure.

09:00 Lines down.

15:00 Lines up.

17:00 Boats back in port.

20:00 Results first day issued at EFSA Iceland ‘s Facebook wall.

Saturday 24th May

Same as Friday.

Sunday 25th May

Same as Friday except price giving and dinner is at 18:00.

Fishing is six hours. If a boat is at the fishing grounds before 09:00 it is permitted to start fishing, and the fishing time starts counting when lines down.

Registration. Registration by Thorir Sveinsson tel. +354 896 3157/e-mail: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. or by Skarphéðinn Ásbjörnsson tel. +354 852 6662/e-mail: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . The last day of registration is 1st May 2025.

 
Aðalfundur EFSA 2025. EFSA Iceland AGM 2025 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 06 Apríl 2025 10:39

Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn laugardaginn 12. apríl 2025 að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 14.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar.

Reikningar liðins starfsárs.

Kosning stjórnar.

Ákvörðun um árgjald.

2. Önnur mál.

Erlend EFSA Evrópumót 2025.

EFSA Ísland. Íslandsmeistara- og innanfélagsmót og strandveiðimót 2025.

Verðlaunaafhending. Íslandsmeistari 2024, Úllabikarinn og Siggubikarinn 2024.

Inntaka nýrra félaga.

Annað.

EFSA Iceland´s AGM will be held on Saturday April 12th, 2025 at the restaurant “Þrír frakkar” Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor.

Agenda:

1. General AGM matters.

The Chairman’s welcome.

Report for 2024.

Approval of the audited accounts.

Election of EFSA Iceland Board.

Annual membership fee.

2. Other matters.

EFSA Iceland Championships in 2025.

New members.

Other.

 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2025 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.