Home
Welcome to the Frontpage
Innanfélagsmót EFSA og Sjóís 2021 • Dalvík 4. og 5. september. EFSA Iceland Redfish Championship 2021. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Þriðjudagur, 07 September 2021 15:35

Innanfélagsmót EFSA Íslands og Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga fyrir árið 2021 voru haldin laugardaginn 4. september og sunnudaginn 5. september sl. frá Dalvík með þátttöku fimm veiðimanna sem kepptu á tveimur bátum. Lögð var áhersla á að veiða karfa á djúpu vatni á 200 til 250 metra dýpi. Aðrar tegundir töldust einnig til stiga.

Fjöldi fiska var ekki talinn en stærsti fiskur í hverri tegund lengdarmældur.

Í EFSA mótinu veiddust fimm tegundir. Þórir Sveinsson veiddi stærsta þorskinn 88 cm, Ægir Einarsson stærsta ufsann 40 cm og Skarphéðinn Ásbjörnsson stærstu ýsuna 45 cm og stærsta steinbýtinn 63 cm. Einnig veiddi Skarphéðinn stærsta gullkarfann 70 cm sem var yfir 6 kg. Karfinn var þó ekki mældur í landi og veginn á löggiltri vigt, en mögulega var um nýtt Íslandsmet EFSA að ræða.

Í Sjóís mótinu veiddust einnig fimm tegundir. Þórir Sveinsson veiddi stærsta þorskinn 88 cm og stærsta ufsann 43,3 cm, Ægir Einarsson veiddi stærsta sandkolann 38,3 cm og Skarphéðinn Ásbjörnsson stærsta gullkarfann 69 cm auk stærsta litla karfa 28,2 cm.

Aðalveiðistaðurinn á gullkarfanum var á veiðislóð er út var komið úr Eyjafirði á 200 til 250 m. dýpi eins og áður sagði. All mikill straumur var á veiðislóð fyrri daginn, en þótt heitt og að mestu úrkomulaust. Stoppað var á veiðislóð inni á Eyjafirði til að fá þorsk, steinbít og sandkola auk þess að reynt var við aðrar tegundir s.s. keilu og ýmsa flatfiska, tegundir sem þó vildu ekki gefa sig.

Mótið heppnast að öllu leyti vel og voru veiðimenn almennt mjög ánægðir en þó þreyttir er heim kom af afloknum góðum veiðidögum. Sjá má myndir frá mótunum á Facebook-síðu EFSA Iceland.

EFSA Iceland Redfish Championship 2021 was held from Dalvik on 4th and 5th September with two boats. The main target in the Championship was big Redfish fishing from 200 to 250 m. depth. A lot of big Redfish were caught and the longest one was 70 cm. and over 6 kg., angler Skarphéðinn Ásbjörnsson. Other species that we caught were Cod, Haddock, Wolf fish, Coalfish and Common Dab. See pictures on EFSA Iceland´s Facebook-side.

 
Innanfélagsmótmót EFSA og Sjóís 2021. Dalvík 4. -5. september. Karfi og stórir fiskar Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 18 Ágúst 2021 18:14

 

Innanfélagsmót EFSA Íslands í sjóstöng í bátakeppni verður haldið laugardaginn 4. september og innanfélagsmót Sjóís sunnudaginn 5. september frá Dalvík. Keppt er eftir keppnisreglum í EFSA (tveir krókar). Áhersla verður lögð á að veiða karfa en einnig verður reynt að veiða stóra fiska af öðrum tegundum.

Dagskrá:

Föstudagur 3. sept. Mótssetning

kl. 20:00 Mótsgögn afhent.

Laugardagur 4. sept. Innanfélagsmót EFSA

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 14:00 Veiðum hætt.

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

Sunnudagur 5. sept. Innanfélagsmót Sjóís

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 14:00 Veiðum hætt.

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

kl. 20:00 Verðlaunaafhending fyrir bæði mótin.

kl. 21:00 Lokahóf.

Þátttökugjald og skráning. Þátttökugjald er ekkert fyrir félagsmenn EFSA Íslands. Lokahóf er ekki innifalið. Skráning í EFSA og Sjóís innanfélagsmótin hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur í bæði mótin er til miðvikudagsins 25. ágúst 2021.

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 18 Ágúst 2021 18:15
 
Úllabikar-Tegundakeppni félaga EFSA Íslands 2021. Ulli Cup – EFSA Iceland Species Championship 2021 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Þriðjudagur, 17 Ágúst 2021 17:02

Alls er nú vitað um 144 fiska af 20 tegundum sem veiðst hafa af félögum EFSA Íslands á árinu. Þessar tegundir eru þorskur, ufsi, ýsa, lýsa, steinbítur, keila, langa, marhnútur, makríll, gullkarfi, litli karfi, síld, marsíli/trönusíli, sjóbleikja, sjóurriði, sandkoli, rauðspretta, skrápflúra, lúða og flundra. Verið er að skoða sílið hjá Hafró og má vænta fljótlega niðurstöðu hvort sílið er um að ræða.

Efstur í keppninni með 13 tegundir er Þórir Sveinsson. Í öðru sæti með 12 tegundir er Helgi Bergsson. Í þriðja sæti með 11 tegundir eru Arnar Eyþórsson, Guðmundur Örn Ólafsson,Skarphéðinn Ásbjörnsson og Kristbjörn Rafnsson. Yfirlitslistinn var sendur út í tölvupósti sunnudaginn 15. ágúst sl. Látið vita ef á listann vantar fisk sem veiðst hefur og ekki er inni á skránni.

English. Now 144 fish have been registered of 20 species that members of EFSA Iceland have caught this year. An Angler may only claim one fish in a specie. The species are Cod, Coalfish, Haddock, Whiting, Tusk, Ling, Shorthorn sculpin, Maceral, Red fish, Norway Redfish, Ling, Herring, Lesser sand-eel, Artic Char, Seatrout, Common dab, Plaice, Rough dab, Halibut and Flounder.

In the first place is Thorir Sveinsson with 13 species. Helgi Bergsson is in the second place with 12 species and Arnar Eyþórsson, Guðmundur Örn Ólafsson, Skarphéðinn Ásbjörnsson og Kristbjörn Rafnsson in the third place with 11 species.

The EFSA Iceland Species Championship 2021 is on-going the whole year and ends on 31st December.

 
Djúpveiðikeppni EFSA Íslands 2021 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Mánudagur, 28 Júní 2021 20:56

Djúpveiðikeppni EFSA Íslands í sjóstöng í bátakeppni verður haldin sunnudaginn 4. júlí frá Ólafsvík. Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA í Evrópumótinu (tveir krókar) og veitt verður á 200 m. til 300 m. dýpi og reynt að veiða sérstakar tegundir t.d. blálöngu o.s.frv. Fyrirvari er gerður um gott veður og fellur keppnin niður ef veðurlag er óhagstætt til djúpveiða

Dagskrá:

Sunnudagur 4. júlí Djúpveiðikeppni (bátakeppni)

kl. 07:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 08:00 Lagt úr höfn.

kl. 09:00 Veiðar hefjast.

kl. 15:00 Veiðum hætt.

kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

Á lokahófi aðalmóts EFSA Íslands á veitingarhúsinu Sker í Ólafsvík föstudaginn 21. maí var ákveðið að nota veiðidaginn sem féll niður í aðalmótinu (laugardagurinn 22. maí) síðar í sumar með veiði á allmiklu dýpi til þess að reyna að fá sérstakar tegundir sem ekki veiðast á grunnu vatni.

Þátttökugjald og skráning. Utanfélagsmenn greiða 15.000 kr. í mótsgjald. Ekkert lokahóf verður af aflokinni keppni né verðlaunaafhending. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráning til fimmtudagsins 30. júní nk. Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland.

 
Íslandsmeistaramót EFSA 2021 • Ólafsvík 21. - 22. maí • Úrslit Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Mánudagur, 24 Maí 2021 15:17

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í bátakeppni 2021 var haldið föstudaginn 21. maí sl. frá Ólafsvík með þátttöku átta veiðimanna sem kepptu á tveimur bátum. Fella varð niður seinni veiðidaginn laugardaginn 22. maí vegna veðurs. Mótið var hugsað sem æfingarmót fyrir Evrópumótið í tegundaveiði sem haldið verður í lok maí 2022 frá Ólafsvík. Áhersla var lögð á að veiða þorsk og ufsa, sem flokkaðir voru í fjóra lengdarflokka 35-55 cm sem gaf 1 stig hver fiskur, 56-75 cm sem gaf 7 stig, 76-100 cm sem gaf 14 stig og fiskar 101 cm og stærri sem gaf 50 stig. Engar aðrar tegundir en þorskur og ufsi töldust til stiga.

Alls veiddust 444 fiskar þar af 323 þorskar og 121 ufsi, flestir fiskana í tveimur minnstu stærðarflokkunum en einungis 60 í tveimur stærstu stærðarflokkunum. Stærsti þorskurinn var 99 cm, veiðimaður Hersir Gíslason og stærsti ufsinn var 105 cm, veiðimaður Hersir Gíslason.

Stigahæstur og þar með Íslandsmeistari 2021 varð Helgi Bergsson með 100% skor, 109 fiska og 452 aflastig. Í öðru sæti varð Hersir Gíslason með 100% skor, 54 fiska og 335 aflastig. Í þriðja sæti varð Kristbjörn Rafnsson með 88,96% skor, 48 fiska og 298 aflastig.

Veitt voru verðlaun fyrir efsta sætið í 2ja manna sveit, veiðimenn Þórir Sveinsson og Helgi Bergsson með samanlagt með 182,69 stig, 160 fiska og 729 aflastig.

Fræsingur var á veiðislóð, norðaustan kaldi en sól. Þar sem séð varð að fella þurfti niður seinni veiðidaginn vegna slæms veðurútlits var ákveðið að lengja veiðitímann um tvo tíma eða í 8 klukkustundir. Veitt var útaf Ólafsvík ýmist á tiltölulega grunnu vatni eða nærri 100 m.

Á lokahófinu á veitingarhúsinu Sker föstudaginn 21. maí var ákveðið að nota veiðidaginn sem féll niður síðar í sumar. Veiða á á allmiklu dýpi 200-300 m. til þess að reyna að fá sérstakar tegundir sem ekki veiðast á grynnra vatni. Ekki er hægt að fastsetja veiðidaginn þar sem "bongóblíða" þarf að vera þegar slík veiði fer fram. Það þýðir að veiðidagurinn verður ákveðin með skömmum fyrirvara þegar útlit er fyrir gott veður. Róið verður frá Ólafsvík.

 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.