Home Fréttir
The News
Birgir Ævarsson Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Föstudagur, 18 Desember 2009 22:08

 

V

 

Félagi okkar Birgir Ævarsson er látinn. Birgir var meðlimur í EFSA til fjölda ára og studdi félagið dyggilega allan þann tíma. Hann var ötull stuðningsmaður sjóstangaveiðiíþróttarinnar og var frumkvöðull í innflutningi og sölu á sérvörum fyrir sjóstangaveiðifólk. Hans er sárt saknað af okkur öllum sem áttum samfélag við hann og minnumst við hans með þakklæti fyrir stuðning hans og hlýhug til félagsins.

Útför Birgis fór fram í dag föstudaginn 18. desember frá Kópavogskirkju. 

 

EFSA Íslandi vottar fjölskyldu Birgis dýpstu samúð.

 

Skarphéðinn Ásbjörnsson

Formaður.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 12 Júlí 2011 23:41
 
Skýrsla um för til Orkneyja Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Laugardagur, 21 Nóvember 2009 21:46

          EFSA Ísland            

 

Evrópumót í sjóstangaveiði, Stromness Orkneyjum 2. – 8. ágúst 2009.

- skýrsla um för félaga í EFSA Ísland -

Félagar í EFSA Ísland fóru í ágúst 2009 á árlegt Evrópumót í sjóstangaveiði, sem haldið var frá bænum Stromness á Orkneyjum en bærinn er í um einnar klst. fjarlægð með bíl frá Kirkwell, höfuðstað eyjanna. Alls fóru átta Íslendingar í ferðina og tóku þeir allir þátt í mótinu. Keppendur voru:Arnþór SigurðssonHelgi BergssonÓlafur JónssonSigríður KjartansdóttirSigurbjörg M. KristjánsdóttirSigurlín StefánsdóttirSkarphéðinn ÁsbjörnssonÞórir Sveinsson. Í mótinu tóku þátt um 150 keppendur frá 17 þjóðum og keppt var á 17 bátum og var mörgum þeirra skipt í a- og b-hlið. Íslenski hópurinn flaug með Iceland Express og Icelandair miðvikudaginn  29. júlí og fimmtudaginn 30. júlí til London og Manchester. Þeir sem flugu til London héldu áfram með framhaldsflugi til Aberdeen og þaðan með ferju til Kirkwall á Orkneyjum. Þeir sem flugu til Manchester héldu áfram með framhaldsflugi til Glasgow og þaðan með bíl til Scrabster á norðurodda Skotlands og þá með ferju til Stromness. Laugardaginn  1. ágúst sátu Skarphéðinn Ásbjörnsson, formaður EFSA Ísland og Þórir Sveinsson, ritari EFSA Ísland, fund framkvæmdanefndar EFSA þar sem rætt var m.a. um keppnisreglur og keppnisfyrirkomulag auk þess að næstu keppnisstaðir voru ákveðnir. Samdægurs, þ.e. laugardaginn 1. ágúst, fór fram skráning og mótsgögn voru afhent. Á sunnudeginum  2. ágúst var safnast saman í útjaðri bæjarins. Gengið var eftir aðalgötunni fylktu liði, hver þjóð undir sínum fána, með sekkjapípusveit fremst til aðaltorgs bæjarins í miðbænum. Þar voru flutt ávörp og mótið opinberlega sett.  

Keppnisfyrirkomulag og þátttökugjöld.Evrópumót í sjóstangaveiði er fimm daga keppni skipt í tvær sjálfstæðar keppnir. Í fyrri keppninni er keppt í fjóra daga í svokallaðri bátakeppni en þá er frjálst val um línu. Í einn dag er keppt í svokallaðri línukeppni þar sem keppendum er úthlutað línu sem allir eiga að nota og er bannað að nota aðra línu en þá sem mótsstjórn afhendir, sem í mótinu í Stromness var átta kílóa lína.Þátttakendum í Evrópumóti er raðað í unglingaflokk, almennan flokk, eldri flokk (seniors) og ævifélagaflokk (lifemembers). Keppt er í einstaklings-, tvímennings-, og sveitarkeppni og í keppni þjóða (landslið). Í mótinu í Stromness voru ennfremur veitt verðlaun fyrir stærsta þorskinn, háfinn, lýrinn, lönguna, flatfiskinn og flesta fiska mótsins. Þátttökugjöld í mótinu voru 485 GPB fyrir veiðidagana fimm en 110 GBP ef eingöngu var keppt í línukeppni. Lokahóf fyrir einn kostaði 35 GBP. 

Bátar og veiðitími.Bátar í keppninni voru af ýmsum gerður og misgamlir. Sá elsti var seglskútan „Swan“ smíðuð árið 1900, sem siglt hefur um flest heimsins höf og kom m.a. til Íslands fyrir fáeinum árum. Bátarnir voru frá Skotlandi, Orkneyjum og Shetlandseyjum og sumir sérútbúnir sjóstangaveiðibátar  með góðu dekkplássi og bekkjum til að sitja á þegar siglt var og yfirleitt var klósett um borð. Veitt var báðum megin borðstokks og á stærstu bátunum  voru tíu keppendur en átta á þeim minnstu. Keppendum var fyrirfram raðað niður á báta og drógu þeir um veiðistað á viðkomandi báti dag hvern og voru í sama plássi allan veiðidaginn. Mætt var á bryggju kl. hálf átta að morgni og haldið til veiða kl. níu. Veiðitíminn var sex klukkustundir dag hvern. Siglt var á miðin í um eina klukkustund og oftast stoppað til að veiða makríl í beitu og taldist hvorki sá tími né siglingartíminn á miðin til keppnistímans. Bátarnir áttu að vera komnir að bryggju í síðasta lagi kl. hálf sex síðdegis. Á flestum bátana var skipstjórinn með háseta sem hjálpaði veiðimönnum að háfa fiskana í net og koma þeim um borð þar sem þeir voru tegundagreindir og mældir. Keppandinn  fékk spilapening fyrir hvern fisk, mismunandi litur fyrir stærð og tegund, og var peningurinn settur í innsiglaðan bauk keppandans. Að lokinni mælingu var fisknum sleppt lifandi í sjóinn. Veiðimanni var heimilt að taka fiska sína með í land ef hann óskaði í þeim tilgangi að neyta þeirra sjálfur. Sérstakur aðaltrúnaðarmaður (Fish Captain) og aðstoðartrúnaðarmaður (Steward) voru um borð sem jafnframt voru keppendur. Skipstjóri viðkomandi báts ráðfærði sig við aðaltrúnaðarmanninn á hvaða miðum veiða átti hverju sinni og bar trúnaðarmaðurinn tillögurnar upp við aðra veiðimenn og réð meirihluti för. Önnur verkefni voru að þeir, þ.e. trúnaðarmennirnir, fylgdust með að keppnin færi fram samkvæmt settum reglum, staðfestu mælingu einstakra fiska ef þurfa þótti og reiknuðu í lok dags út stig einstakra keppenda með því að rjúfa innsigli á bauk keppandans, telja saman stigin og færa á skorblað keppandans. Þeir staðfestu svo allir þrír útreikningana með undirskrift sinni. Skorblöðunum var síðan skilað til mótsstjórnar er í land var komið. Nokkrir Íslendingana voru skipaðir aðaltrúnaðarmenn og/eða aðstoðartrúnaðarmenn um borð.

Brottfararstaður bátana var frá bryggju í miðbæ Stromness. Skipstjórar sigldu bátunum á veiðislóð sem meirihluti veiðimanna ákvað. Veitt var yfirleitt á 30-70 metra dýpi allt eftir því hvernig stóð á vindátt, straumum og líklegast var talið hvaða tegund af fiski gæfi sig á veiðislóðinni. Botn var mjög misjafn, ýmist sandbotn, steinóttur eða grófur botn þannig að hætta var á festum í botni.

Í bátakeppninni var heimilt að hafa tvo króka á færi en þríkrækja var yfirleitt ekki notuð þó heimild hafi verið til þess. Húkkaður fiskur eða fiskur kræktur aftan við aftasta tálknbarð taldist ekki með og var dæmdur úr leik. Veiðibúnaður keppenda, veiðistangir og hjól, er annar en íslenskir keppendur eru vanir að nota hérlendis. Algengustu veiðihjólin voru Ambassador 7000 og 7500 eða álíka hjól og opin spinnhjól. Veiðistangir voru léttar langar stangir um 7- 8 fet að lengd, með skiptanlegum toppum með mikilli sveigju, lína oft ofurlína (í bátakeppninni) eða 0,4 mm til 0,5 mm venjuleg lína 200 – 400 metrar að lengd. Algengasti slóðinn var „Tube boom – flowing trace“, þ.e. slóði útbúinn á sérstakri slá/bómu með tauminn og önglana tvo út frá bómunni. Annar algengur slóði var "paternoster", þ.e. annar krókurinn er á þríhyrndum sigurnagla eða festur álíka út frá slóðanum. Sökkur voru yfirleitt dropalagaðar blýsökkur eða kúlur allt að 400 grömm að þyngd. Misstórir krókar voru notaðir og þó fór það eftir tegundum fiska sem hverju sinni var reynt að veiða. Almennt má þó segja að sérstakur slóði var fyrir hverja og eina tegund af fiski, heilás fyrir löngu, letingi fyrir háf en langur taumur með tveimur rauðum gúmmíormum fyrir lýrinn. Við veiðar á lýr var ýmist notuð enska aðferðin sem fólst í að draga hægt inn ca. 6-10 snúninga í einu og láta þá sökkuna í botn og gúmmí agnið flaut upp frá botni og lýrinn elti. Eða nota skosku aðferðina að draga tauminn lúshægt inn og vona að lýrinn elti. Beitt var makríl og fengu veiðimenn í upphafi veiðiferðar afhenta tvo frosna makríla. Beita mátti fiski sem var húkkaður en þá þurfti að skera sporðinn af til að sýna að um beitu væri að ræða. Margir veiðimannanna skáru beituna eftir kúnstarinnar reglum allt eftir tegund fiskjar.

Misjafnt rek var eftir veiðidögum allt frá logni upp í 2 til 3 mílna rek með tilheyrandi sjógangi. Veitt var oftast nærri „The Old Man of Hou“, sjávarstandi er hefur andlitsfall gamals manns frá ákveðnu sjónarhorni.  Hver veiðimaður mátti hafa eina veiðistöng til vara tilbúna án slóða en auk þess varastangir óuppsettar eins og hver vildi.

Fiskar og mæling árangurs.Árangur keppanda var reiknaður út frá fjölda tegunda og fiska sem hann veiddi. Veiða mátti ótakmarkað af þorski, löngu, háfur  og ýsu en fimm fiska af annarri tegund. Sá vann bátinn sem stigahæstur var. Árangur annarra veiðimanna var svo reiknaður út í hlutfalli frá efsta manni um borð.Helstu fiskar sem veiddust voru langa  (ling), háfur (Spurdog ), þorskur (Cod), deplaháfur  (Dog fish) og lýr (Pollack). Nokkrar aðrar tegundir sem veiddust voru ýsa (haddock), bassar (Wrasse), urrari og randaknurri  (Red gunard, Grey gunard). Fjöldi fiska sem veiðimaður veiddi yfir daginn og náði máli var allt frá örfáum fiskum uppí nokkra tugi fiska. Lágmarksstærð þorsks var 35 cm, 50 cm fyrir löngu og hafál og 25 cm fyrir flesta aðra fiska. Þorskur sem fór yfir 50 cm og langa sem mældist yfir 60 cm gáfu fleiri stig í bátakeppninni. Í línukeppninni gilti samanlögð lengd fiska og vann sá bátinn sem dró samtals flesta lengdarcm. af fiski . 

Árangur.Árangur íslensku þátttakendana var viðunandi og voru þeir fyrir miðju og þar fyrir neðan í keppninni. Skarphéðinn Ásbjörnsson fékk verðlaun fyrir stærsta þorskinn sem mældist 79 cm.  

Aðstaða í landi og umgjörð keppninnar.Íslensku keppendurnir gistu á tveimur gistiheimilum nærri höfninni og miðbænum. Miðstöð keppninnar var á hótel Stromness og í sérstakri skrifstofu mótsstjórnar við höfnina. Úrslit dagsins voru birt á auglýsingatöflu þar sem lesa mátti hverju sinni um stöðu hvers keppanda. Stromness er einstaklega vinalegur og „gamaldags“ bær á suð-vesturhluta Orkneyja með um 2.100 íbúa þar sem lágreist húsin eru byggð úr gráu graníti, með steinlögðum þröngum strætum og við húsin næst höfninni og ströndinni eru steinlagðar bryggjur og hallandi brautir til að renna bátum á flot. Landslagið minnir eilítið á gróðursælustu sveitir Íslands, lítið um tré og landareignum skipt með steinhlöðnum görðum. Fjöldi kúa eru á beit á öllum túnum og er svæðið rómað fyrir gott nautakyn og afurðir þeirra s.k. „prime-beef“. Við Stromness er Scapa Flow herskipalægið þar sem Bretar sökktu 17 stórum herskipum Þjóðverja í lok fyrri heimstyrjaldar og þar sem í síðari heimstyrjöldinni var vettvangur stríðsátaka í formi kafbátaárása Þjóðverja á herskipaflota Breta. Í dag er staðurinn mjög vinsæll hjá köfurum, sem kafa niður að skipsflökunum, en fjölmargir sérhæfðir bátar eru gerðir út frá staðnum eingöngu til að sinna ferðamönnum sem stunda þessa íþrótt. Margir eyjaskeggja og sérstaklega þeir sem koma frá Shetlandseyjum telja sig fremur Norðurlandabúa en Skota enda má heyra á mæli þeirra og lesa af staðarheitum mörg orð sem minnir á íslensku eða fornnorsku.  Mótinu lauk laugardaginn 8. ágúst með glæsilegri verðlaunaafhendingu í samkomusal í Stromness Academy þar sem keppendur mættu í EFSA klæðnaði, þ.e. bláum/svörtum/ grænum blaserjakka og gráum buxum, margir skreyttir margvíslegum merkjum og borðum.

Í lok verðlaunaafhendingarinnar afhenti forseti sambandsins Horst Schneider formanni EFSA Ísland Skarphéðni Ásbjörnssyni EFSA fánann. Þar með var formlegu tákni Evrópumótanna í sjóstangaveiði komið í hendur Íslendinga, en næsta Evrópumót verður haldið á Íslandi árið 2010.Lokahóf keppninnar fór fram í samkomusal þessa sama staðar með sameiginlegum kvöldverði en síðar um kvöldið lék staðarhljómsveit fyrir dansi. Margir Skotana mættu í hefðbundnum Skotaklæðnaði í pilsi og hníf í slíðri og voru sumir búningana einstaklega glæsilegir. Orkneyjarfarar héldu frá Stromness 9. og 10. ágúst, sumir flugu beint frá eyjunum til London og þaðan áfram til Íslands en aðrir ferðuðust um Skotland og England í nokkra daga áður en heim var haldið.  Á Evrópumótum  í sjóstangaveiði hittast veiðifélagar úr fyrri mótum frá fjölmörgum löndum og er þar jafnan fagnaðarfundir. Marga þátttakandana í mótinu í Stromness höfðu Íslendingarnir hitt áður á mörgum öðrum mótum. Mótið í Orkneyjum var einstaklega vel skipulagt og gekk áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir mikið og flókið umfang. Íslensku keppendurnir nutu mikillar gestrisni og voru þeir einhuga um að mótið hafi verið skemmtilegt og ánægjulegt að sækja Skota heim.  Sjá má myndir frá ferðinni í myndaalbúminu hér á heimasíðunni.  

Ísafirði, 9. september 2009Þórir Sveinsson, ritari EFSA Ísland.

Síðast uppfært: Laugardagur, 21 Nóvember 2009 21:56
 
Meistaramót og hátíðir Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Þriðjudagur, 01 September 2009 08:48

EUROPEAN FEDERATION OF SEA ANGLERS

 

 CHAMPIONSHIPS/FESTIVALS SCHEDULE 

 

(A) 

European Boat & Line Class Championships 

2010 : EFSA Iceland, at Dalvik North Iceland, 7th to 16th May

2011 : EFSA England, at Weymouth, Dorset, 18th to 24th September

2012 : EFSA Norway, 50th Anniversary of EFSA Boat Championships(Venue to be announced shortly) 

 

(B)   European Species Championships 

2010 : EFSA Portugal, at Albufeira, Algarve, 3rd/5th September. Bream

2011 : EFSA Germany, at Langeland, Denmark, October/November, Flatfish 

 

(C)   European Shore Championships 

2009 : EFSA Germany, at Langeland, 28th/30th November

2010 : EFSA Wales, at Pwllheli, November

2011 : EFSA Ireland, venue and date to be announced 

 

(D)  European Big Game Championships (Every two Years 

2010 : Senegal, West Africa, September/October 

 

(E)   : European Game Championships in European Waters  

                        Hamish R HolmesGen Secretary, EFSA HQ31ST August 2009 

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 01 September 2009 08:53
 
Strandveiðimót EFSA 2009 Úrslit Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Laugardagur, 20 Júní 2009 21:05

EFSA Iceland Shore Championship was held at Saudarkrokur area 19.6 - 20.6.09

 

Keppendur voru með fæsta móti, kreppa greinilega í gangi og Jónsmessuhátíðir um allt.

 

Veður hafði verið frekar óhagstætt í nokkurn tíma, norðanátt og brim við ströndina.

Á föstudeginum lægði hins vegar vindinn og var komið fínt veður um kvöldið þegar haldið var til veiða.

Enn var þó talsverður öldugangur á Borgarsandi og féll hann því út sem veiðisvæði í þetta sinn.

Það kom þó ekki að sök, mikil veiði var nær alls staðar sem rennt var færi.

Það kom hins vegar á óvart að enginn þorskur, ufsi né ýsa veiddust í mótinu og sögðu staðkunnugir

að ekkert hefði veiðst af þessum tegundum allt vorið.

 

136 fiskar veiddust: 103 sandkolar, 23 bleikjur, 7 marhnútar, 2 sjóbirtingar og 1 rauðspretta.

136 fish were caught: 103 dabs, 23 artic char, 7 seascorpion, 2 seatrout and 1 place.

 

 Results:

 

Stærstu fiskar/biggest fish

 

 

 

nafn

tegund

kg.

 

Skarphéðinn Ásbjörnsson

Sjóbirtingur/seatrout

2,520

 

Skarphéðinn Ásbjörnsson

Bleikja/artic char

0,580

 

Skarphéðinn Ásbjörnsson

Marhnútur/seascorpion

0,160

 

Reynir Halldórsson

Sandkoli/dab

0,640

 

Reynir Halldórsson

Rauðspretta/plaice

0,140

 

 

 

 

sæti

Flestar tegundir/ most species

stig

 

fjöldi teg.

1

Skarphéðinn Ásbjörnsson

1.799

 

4

2

Reynir Halldórsson

1.333

 

4

3

Helgi Bergsson

1.244

 

3

 

sæti

2ja manna sveitir / 2 man team

stig

1

Skarphéðinn, Þórir

2.790

2

Helgi, Reynir

2.577

 

Einstaklingskeppni / individual

dagur 1 day 1

dagur 2 day 2

samtals  sum

fjöldi teg. / no. species

fjöldi fiska / no. fish

Nr.

nafn

stig

stig

stig

 

 

1

Skarphéðinn Ásbjörnsson

572

1227

1.799

4

36

2

Reynir Halldórsson

554

779

1.333

4

25

3

Helgi Bergsson

435

809

1.244

3

25

4

Þórir Sveinsson

434

557

991

2

21

5

Birgir Bragason

412

492

904

2

18

6

Sigurlín Stefánsdóttir

0

557

557

2

11

alls

 

 

 

6.828

5

136

 

 

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 14 Júlí 2009 00:10
 
Skýrsla formanns fyrir 2008 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Sunnudagur, 29 Mars 2009 02:00

 

Akureyri 19. mars 2009

 

 

EFSA Íslandi

Aðalfundur fyrir árið 2008

Skýrsla formanns

 

 

 

 

Á árinu 2008 voru haldin þrjú sjóstangamót á vegum EFSA Íslandi. Fyrsta mótið, Íslandsmeistaramót EFSA var haldið frá Grindavík dagana 26. - 28. júní. Mótið tókst ágætlega og voru sett tvö íslandsmet, Langa 24,78 kg og Keila 12.38 kg. Íslandsmeistarar EFSA 2008 urðu: í kvennaflokki Sigríður Rögnvaldsdóttir og í karlaflokki Kristbjörn Rafnsson.

Annað mótið var strandveiðimót og var haldið frá Skarðsvík á Snæfellsnesi. Óhætt er að segja að þetta fyrsta strandveiðimót EFSA hafi heppnast afar vel, veður var með ágætum og aflabrögð góð. Á óvart kom að mikið veiddist af Flundru, sem er nýbúi við strendur landsins. Strandveiðimeistari EFSA Ísland 2008 varð Steve Mason. Eitt Íslandsmet í strandveiði var sett, Flundra sem vóg 0,502 kg.

Eins dags tegundamót var haldið frá Kópavogi þann 30. ágúst. Sigurvegarar á því móti voru Íslandsmeistararnir sjálfir: Í kvennaflokki, Sigríður Rögnvaldsdóttir og í karlaflokki, Kristbjörn Rafnsson.

 

Félagar EFSA Ísland voru duglegir að sækja mót erlendis á árinu 2008 og fór hópur keppenda héðan til Östende í Belgíu í maí. Þar tóku þeir þátt í Belgíumeistaramóti og Evrópumóti  í tegundaveiði, (EFSA species 2008). Varð Sigríður Kjartansdóttir Belgíumeistari kvenna og Evrópumeistari kvenna  2008. Jökull Skarphéðinsson varð einnig evrópumeistari unglinga í tegundaveiði annað árið í röð.

Þrír félagar EFSA Íslands fóru til Írlands til að taka þátt í Evrópumeistaramóti “Boat and Line Class Championships 2008”. Voru ein gullverðlaun með í farteskinu en undirritaður lenti í fyrsta sæti í blandaðri fjögurra manna sveit. Sigurlín Stefánsdóttir veiddi stærsta fisk mótsins, Conger ál sem vó rúm 34 pund.

 

Starf stjórnar EFSA Íslands á árinu 2008 snerist þó að mestu leiti um undirbúning evrópumótsins sem halda á frá Dalvík á árinu 2010. á vordögum fóru formaður og ritari félagsins til Gatwick í Englandi til þess að sitja fund framkvæmdastjórnar EFSA og til þess að gera grein fyrir framvindu undirbúningsstarfsins. Var almenn ánægja meðal fundarmanna um áætlanir og skipulagningu mótsins.

Formaður og stjórnin fundaði í nokkur skipti á árinu með aðilum frá sveitarfélaginu og kontaktaðilum þess á Dalvík og eru flest mál í góðum farvegi hvað mótið varðar. Bátamál eru að öllum líkindum alveg leyst og gistimál sömuleiðis. Eftir er að semja við veitingamann um Gala Dinner og fá húsnæði undir lokahófið. Óvíst er hvort íþróttahúsið á Dalvík verður tilbúið að ári liðnu.

Veiðireglur er búið að semja og stigagjöf og er það í fínpússningu hjá formanni og höfuðstöðvum EFSA. Eftir er að smíða forrit til útreikninga.

Því miður tókst ekki að afla auglýsinga í tíma í bæklinginn sem gefa á út fyrir mótið og ætlunin var að dreifa á vorfundinum í Gatwick en honum verður þess í stað dreift á aðalfundinum í Orkneyjum í ágúst n.k.

 

Ljóst er að mikil vinna er framundan í undirbúningi mótsins 2010 og er sú vinna í fullum gangi. Eftir því sem nær dregur eykst það starf sem inna þarf af hendi og er mikil þörf á því að þeir félagar sem sjá sér fært að leggja hönd á plóginn gefi kost á sér í þau störf. Óraunhæft er að ætla stjórninni einni og þeim fáu öðrum sem tilnefndir hafa verið að sinna öllum þeim verkum sem upp koma og biðla ég því til allra félaga að láta sitt af mörkum renna í undirbúningsstarfinu og taka vel óskum um vinnuframlag vegna þess.

 

 

Með góðum veiðikveðjum.

 

Skarphéðinn Ásbjörnsson

Formaður

 

Síðast uppfært: Föstudagur, 03 Apríl 2009 19:33
 
Fleiri greinar...
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.