Home Fréttir
The News
Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í strandveiði 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Þriðjudagur, 26 Ágúst 2014 18:00

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í strandveiði verður haldið laugardaginn 30. ágúst og sunnudaginn 31. ágúst nk. frá Snæfellsnesi.

Veitt verður eftir reglum EFSA.

Dagskrá

Laugardagur 30. ágúst

Mæting kl. 13:00 í Ólafsvík. Veitt frá kl. 14:00 til 19:00 á Snæfellsnesi, en veiðistaður ákveðinn við mætingu m.t.t. til veðurs.

Sunnudagur 31. ágúst

Mæting kl. 09:00 í Ólafsvík. Veitt frá kl. 10:00 til 15:00 á Snæfellsnesi, en veiðistaður ákveðinn við mætingu m.t.t. til veðurs.

Verðlaunaafhending.

Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið

Stærsta (lengsta) fiskinn

Stærsta flatfiskinn

Þátttökugjald er 4.000 kr.

Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 28. ágúst til Helga Bergssonar í síma 867 3601 eða á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157 eða á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
Íslandsmeistaramót- innanfélagsmót EFSA 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Sunnudagur, 10 Ágúst 2014 11:37

Íslandsmeistara- og innanfélagsmót EFSA Ísland í sjóstöng verður haldið laugardaginn 23. ágúst frá Flateyri.

Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA.

Dagskrá

Föstudagur 22. ágúst - Mótssetning

kl. 20:00 Mótssetning á Vagninum, Flateyri

Mótsgögn afhent

Laugardagur 23. ágúst - Íslandsmeisaramót

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju

kl. 07:00 Lagt úr höfn

kl. 08:00 Veiðar hefjast

kl. 14:00 Veiðum hætt

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju

kl. 18:30 Mótsgögn fyrir bátakeppni afhent

kl. 20:00 Verðlaunaafhending.Vagninn, Flateyri

kl. 21:00 Lokahóf

Frítt er í mótið fyrir félagsmenn EFSA Íslands en utanfélagsmenn greiði keppnisgjald 5.000 kr.

Gisting. Gist verður í sumarhúsum Iceland Profishing ehf á Flateyri og kostar gistinóttin 6.000 kr. á mann. Símar 8960538

896 0538, 456 6667. EFSA Ísland styrkir félagsmenn sína um tvær gistinætur.

Bátar. Róið verður á bátum Iceland Profishing ehf á Flateyri þar sem 3 til 4 keppendur verða um borð í báti. Skipstjóri á hverjum báti verður valinn úr hópi keppenda.

Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til laugardagsins 16. ágúst 2014.

Sjóísmót 21. - 23. ágúst.

Samhliða móti EFSA heldur Sjóís mót sín frá Flateyri. Aðalmót Sjóís verður haldið 21. og 22. ágúst og hefst með mótssetningu miðvikudaginn 20. ágúst. Félagar í EFSA Íslandi eru velkomnir í það mót. Innanfélagsmót Sjóís verður haldið laugardaginn 23. ágúst og einnig frá Flateyri.

Sjórn EFSA Ísland, 7. ágúst 2014.

 
Shore Championship fishes Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Þriðjudagur, 02 Október 2012 16:55
Most fish, Longest fish, Number of Species




 

 




No. Longest
Rough No. Total
no. angler section member fish flatfish fish Cod Dab species length
MOST FISH








3 Charles Dario Neale Gibraltar ordinary 98 7 318











LONGEST FISH








13 Haydn Cole Wales ordinary 81











LONGEST FLATFISH







48 Joe Gough Ireland life 49











NUMBER OF SPECIES







1 Charles Lara Gibraltar ordinary 7 339
 
Landslid Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Fimmtudagur, 16 Ágúst 2012 14:37
Val til A og B landsliða Íslands fyrir Evrópumótið í strandveiði.

A and B team EFSA Iceland, Shore fishing Championship 2012

 

Landslið   Nafn       Mót 1       Mót 2       Mót 3             Samtals
A Helgi Bergsson 5 1071 4 605 6 967 15 2643
A Skarphéðinn Ásbjörnsson 5 1219 3 625 3 869 11 2713
A Steve Mason 0 0 4 788 6 1620 10 2408
A Paul Fawcett 0 0 5 898 5 1004 10 1902
A Guðmundur Örn Ólafsson 3 467 2 314 4 715 9 1496
B Haraldur Haraldsson 0 0 5 838 3 556 8 1394
B Þórir Sveinsson 2 113 3 577 3 283 8 973
B Sigurlaug Leifsdóttir 1 221 2 472 1 517 4 1210
B Reynir Halldórsson 4 894 0 0 0 0 4 894
B Ægir Einarsson
2 391 0 0 0 0 2 391
Síðast uppfært: Þriðjudagur, 28 Ágúst 2012 14:36
 
Veiðireglur strandveiðimót 2010 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Þriðjudagur, 13 September 2011 21:21

Veiðireglur fyrir opið strandstangveiðimót í 7-9. Október 2011 í Eyjafirði.

Haldið af EFSA Ísland

  1. Mótið er haldið samkvæmt reglum  EFSA  Ísland og EFSA eins og þær eru þegar mótið er haldið.
  2. Veiðimenn skulu veiða  við það númer á veiðistað sem þeir draga.  Reglum um veiðitíma er stranglega framfylgt.
  3. Einungis ein stöng er leyfð við veiðar.  Varastöng má hafa, samsetta með línu en ekki má vera tengdur slóði á henni.
  4. Allt að 2 krókar eru leyfðir.  Ekki er leyfilegt að nota spún.
  5. Engin takmörk eru á fjölda slóða.
  6. Hver veiðimaður er jafnframt aðstoðarmaður og sem slíkur ber að kynna sér reglur mótsins.  Engin undantekning er gerð á þessu.
  7. Mótið er „veiða og sleppa“ mót
  8. Alla fiska skal mæla frá enda sporðs að fremst á kjafti.
  9. Alli fiska skal mæla á viðurkenndan kvarða.
  10. Alla fiska skal skrá á sérstakt skráningarkort sem veiðimaður fær úthlutað.  Tölur eru lagðar saman jafnóðum og hver fiskur er skráður.
  11. Hver skráður fiskur fær 5 stig sem færð eru inn þegar samtala kortsins er reiknuð út.
  12. Beitu er úthlutað fyrir hvern veiðidag. Tímasetning er auglýst við setningu móts.   Afgangsbeitu er skilað.  Ekki má henda beitu.  Veiðimaður sem notar beitu frá deginum áður er vísað úr keppni.
  13. Fisk skal skrá strax eftir að hann er dreginn.  Þ.e. ekki má beita annan slóða og kasta út áður.   Næsti veiðimaður verður að vitna mælingu og skrá hana á skráningarkort veiðimanns áður en næsta kast er tekið. Einnig ritar hann fangamark sitt fyrir aftan skráninguna. Næsti veiðimaður fylgist með því að fiskinum sé sleppt.  Enginn annar má skrá á kortið og ekki sveitar eða liðsfélagar.
  14. Reikna verður út úr skráningarkortum að fullu ( það gerir næsti veiðimaður á veiðistað) áður en farið er af strönd eftir veiði.  Lína skal dregin undir síðasta skráðan fisk á korti.  Fiskur sem ekki hefur fangamark ritað við skráninguna er ógildur.
  15. Hægt er að afhenda skráningarkort á hverjum veiðistað að lokinni veiði.  Ekki er tekið á móti kortum sem eru: Ekki samanlögð.  Ekki undirrituð af næsta veiðimanni. Ekki afhent á veiðistað innan 45 min eftir veiðitíma.
  16. Eftir að fiskur hefur verið skráður ber að sleppa honum að viðurlögðum stigamissi.
  17. Hirða má fisk í „pottinn“ en þá ber að klippa sporð í augsýn næsta veiðimanns.
  18. Til viðbótar þessum reglum gilda reglur um drengskap og heiðarleika á veiðistað  „fair play“.  Sá veiðimaður sem hefur með háttsemi sinni misvirt mótið og íþróttina getur verið dæmdur til hæfilegrar refsingar ákveðin af mótsnefnd.
  19. Deilumál sem upp kunnu að rísa hljóta úrskurð mótsnefndar.
  20. Hver tilraun til að lengja mælingu á fiski kostar keppanda brottvísun.
  21. Skipulagsnefnd getur framkvæmt leit í farangri ef kringumstæður kalla á slíkt.
  22. Keppendur mega ekki veiða á keppnistöðum 5 daga fyrir mót.  Brot á þessu afskráir keppanda frá mótinu.
  23. Útdráttur  á veiðistöðum og veiðisvæðum fer fram með blinddrætti.  Einnig verður skipað í lið með handahófsvali.
  24. Úrslit verða tilkynnt daglega í höfuðstöðvum mótsins.  Athugasemdum ber að koma til skila, skriflega, áður en beitu er dreift daginn eftir eða klst. fyrr en veiði hefst á síðasta degi.
  25. Mótsnefnd ber ekki ábyrgð á tjóni, spjöllum eða slysum á meðan mót stendur.
 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.