Home Fundargerðir Aðalfundir Aðalfundur 20.mars 2010
Aðalfundur 20.mars 2010 Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 22 Mars 2010 11:51

EFSA Ísland                                   

Aðalfundur EFSA 2009 – fundargerð.

 Dagsetning:           Laugardaginn 20. mars 2010, kl. 14.00 –16.40.

Haldinn:                Reykjavík að Baldursgötu 14, 2. hæð.

Viðstaddir:           Arnþór Sigurðsson, Erlendur Guðjónsson, Helgi Bergsson, Kristbjörn Rafnsson, Ólafur Jón Guðmundsson, Ólafur Jónsson, Reynir Halldórsson, Sigríður Kjartansdóttir, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Sigurlín Stefánsdóttir, Skarphéðinn Ásbjörnsson, Úlfar Eysteinsson, Þorsteinn M. Aðalsteinsson og Þórir Sveinsson.

Gögn lögð fram:  Bréf um boðun fundarins, skýrsla stjórnar, reikningar starfsársins, stofnsamþykkt fyrir EFSA Ísland, tillaga um árgjald 2010, tillaga um styrk til niðurgreiðslu mótsgjalds, listi um skráningar í Evrópumótið 2010.         

Formaður EFSA Ísland, Skarphéðinn Ásbjörnsson, setti fundinn og bauð viðstadda velkomna. Fram kom í máli formanns að boðað hafi verið til þessa ellefta aðalfundar EFSA Ísland með bréfi dags. 19. febrúar 2010.

Dagskrá:1. Venjuleg aðalfundarstörf.a.       Kosning fundarstjóra og fundarritara.b.      Skýrsla formanns.c.       Reikningar liðins starfsárs.d.      Kosning stjórnar.e.       Ákvörðun um árgjald. 2. Önnur mál.a.       Evrópumót EFSA í báta og línukeppni frá Dalvík 8.-15. maí 2010.b.      Styrkir til félaga EFSA vegna Evrópumótsins á Dalvík.c.       Erlend EFSA mót. Tegundamót í Albufeira Algarve, Portúgal dagana 3. - 5. september, strandveiðimót í Pwllheli, Wales í nóvember 2010.d.      EFSA Ísland innanfélagsmót og strandveiðimót 2010.e.       Inntaka nýrra félaga.f.       Annað.             

 

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

1.a.   Kosning fundarstjóra og fundarritara. Stungið var uppá Skarphéðni Ásbjörnssyni sem fundarstjóra og Þóri Sveinssyni sem ritara og var tillagan samþykkt samhljóða.

1.b.    Skýrsla stjórnar. Skarphéðinn Ásbjörnsson formaður las skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár.  Fram kom að á árinu hefði góður árangur náðst í keppnum erlendis. Í tegundamóti (hafáll) í Plymouth Englandi náðu þeir Ólafur Guðmundsson og Kristbjörn Rafnsson 2ru sæti í 2ja manna sveitarkeppni, Ólafur, Kristbjörn, Helgi Bergsson og Ólafur Jónsson urðu í 2ru sæti í 4ra manna sveitarkeppni og Kristbjörn varð í 1st sæti í tölvudreginni sveitarkeppni en Ólafur Guðmundsson í 3ja sæti. Í Evrópukeppninni í strandveiði á Langelandi Danmörku vann Helgi tvenn gullverðlaun; í 2ja manna sveit og í ævifélagaflokki einstaklinga. Íslandsmeistaramótið 2009 var haldið 15.-16. maí frá Dalvík. Íslandsmeistarar EFSA 2009 urðu Alastair Forsyth, EFSA Skotlandi og Sigríður Kjartansdóttir. Strandveiðimót EFSA Ísland var haldið 19.-20. júní frá Sauðárkróki. Íslandsmeistari varð Skarphéðinn Ásbjörnsson. Átta félagar tóku þátt í Evrópukeppninni í báta- og línukeppni haldin í Stromness á Orkneyjum. Skýrsla stjórnar var samþykkt samhljóða.

1.c.    Reikningar. Sigríður Kjartansdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum liðins starfsárs.  Heildartekjur voru 926.091 kr. en heildargjöld 1.180.465 kr. og tap af rekstri 254.374 kr. Heildareignir nettó voru 428.906 kr. Alls greiddu fjörutíu og fjórir félagsgjald, sem var 3.000 kr., og tveir gerðust ævifélagar og greiddu 30.000 kr. hver. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

1.d.   Kosning stjórnar. Tillaga kom fram um óbreytta skipan stjórnar eða þau Skarphéðinn Ásbjörnsson sem formann, Sigríði Kjartansdóttir sem gjaldkera, Þóri Sveinsson sem ritara og Arnþór Sigurðsson og Helga Bergsson sem meðstjórnendur. Tillagan var samþykkt samhljóða. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Úlfar Eysteinsson og Þorsteinn M. Aðalsteinsson.

1.e.   Árgjald 2010. Tillaga var lögð fram að árgjald EFSA Ísland fyrir árið 2010 verði óbreytt eða 3.000 kr. fyrir félagsaðild. Tillagan var samþykkt samhljóða. 2.

Önnur mál.           

2.a.    Evrópumót EFSA í báta og línukeppni frá Dalvík 8.-15. maí 2010. Ritari gerði grein fyrir vinnu undirbúningshóps að Evrópumótinu. Fram kom að alls eru skráðir 141 keppendur en von er á 2-3 keppendum til viðbótar. Skrifað hefur verið undir leigusamninga á 4 bátum fyrir 68 veiðimenn og unnið verður að því á næstu dögum að ljúka samningsgerð um leigu á fleiri bátum.

2.b.    Styrkir til félaga EFSA vegna Evrópumótsins á Dalvík. Lögð var fram tillaga um að styrkur til niðurgreiðslu mótsgjalds félaga í EFSA Ísland í Evrópumótinu verði 50% af fullu mótsgjaldi. Tillagan var samþykkt samhljóða.

2.c.    Erlend EFSA mót. Tegundamót í Albufeira Algarve, Portúgal dagana 3. - 5. september, strandveiðimót í Pwllheli, Wales í nóvember 2010. Frestur hefur verið veittur út marsmánuð að skrá sig í mótið í Albufeira. Óvíst er um þátttöku frá Íslandi. Vitað er um tvo félaga EFSA Íslandi sem ætla að taka þátt í strandveiðimótinu.

2.d.   EFSA Ísland innanfélagsmót og strandveiðimót 2010. Innanfélagsmót. Samþykkt var samhljóða tillaga að innanfélagsmótið 2010 gildir einnig sem Íslandsmeistaramót en mótið verður haldið frá Ólafsvík 28. ágúst. Strandveiðimót. Ákveðið var að mótið verði haldið dagana 18.-19. júní eða 25.-26. júní frá Suðurlandi (Háfafjara við Þykkvabæ og fleiri staðir) eða Snæfellsnesi (Skarðsvík og fleiri staðir) en dagsetning og mótsstaður fer eftir spá um veður.

2.e.    Inntaka nýrra félaga. Fyrir lá tillaga um inntöku eins nýs félaga eða Skúla Braga Magnússonar (unglingur). Tillagan var samþykkt samhljóða.

2.f.    Annað.

Önnur málefni sem rætt var um:·       

Ævifélagar. Þeir félagar EFSA Íslandi sem gerast vilja ævifélagar greiði sem nemur 10 árgjöldum til gjaldkera eða 30.000 kr. eingreiðslu.·       

Íslandsmeistari EFSA Ísland. Lögð var fram tillaga að þeir einir verði Íslandsmeistarar sem skráðir eru félagar í EFSA Íslandi. Tillagan var samþykkt 10:3 en einn sat hjá.·       

Mótsstjóri í Evrópumótinu. Fram kom að Skarphéðinn Ásbjörnsson og Þórir Sveinsson hafa skipt með sér verkum þannig að Skarphéðinn tekur þátt í bátakeppninni en Þórir í línukeppninni og verða þeir í landi til að hafa yfirumsjón með framkvæmd mótsins á meðan hinn er á sjó. Að öðru leyti vinnur mótsnefndin störf sín samkvæmt auglýstri verkaskiptingu.·       

Skipan landsliðs Íslands. Lögð var fram tillaga um skipan fimm manna landsliðs Íslands, A-sveit og B-sveit. Skiptar skoðanir voru um aðferð við val í landsliðið og var tillagan ekki útrætt en málinu vísað til stjórnar og næsta fundar undirbúningsnefndar sem haldinn verður laugardaginn 27. mars kl. 13.00 að Baldursgötu 14, 2. hæð. 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi var slitið kl. 16.40.Þórir Sveinsson fundarritari.

Síðast uppfært: Mánudagur, 22 Mars 2010 11:56
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2020 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.