Home Fundargerðir Fundir undirbúningsnefnda Fundur 13.02.10 v/Dalvík 2010
Fundur 13.02.10 v/Dalvík 2010 Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 15 Febrúar 2010 13:36

EFSA Ísland        

Fundur í undirbúningsnefnd    

Dagsetning:  Laugardaginn 13. febrúar 2010, kl. 14.00 –17.00.    

Haldinn:       Kaffistofu Fiskvinnslu Norðurstrandar „Suðurströnd“ við Hafnarbraut, Dalvík.    

Viðstaddir:   Skarphéðinn Ásbjörnsson, Þórir Sveinsson, Helgi Bergsson, Sigurlín Stefánsdóttir, Úlfar Eysteinsson, Þorsteinn M. Aðalsteinsson, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Sigríður Kjartansdóttir, Arnþór Sigurðsson, Júlíus Júlíusson, Óli Jón Guðmundsson, Sigurbjörg Kristjánsdóttir. 

 

1. Evrópumót EFSA í báta- og línukeppni - Dalvík 8. - 15. maí 2010.                   Farið var yfir skipulagsatriði Evrópumótsins:

1.1.       Fundargerðir. Lagðar fram fundargerðir undirbúningsnefndar frá 21. nóvember 2009 og samráðsfundar stjórnarmanna frá 22. janúar 2010.

1.2.       Skráning keppenda, fjöldi keppenda, mótsgjöld. Skráningu erlendra keppenda lauk 31. janúar sl. en enn stendur yfir skráning innlendra keppenda. Alls eru skráðir 139 keppendur frá 12 félagsdeildum og þar af 10 frá Íslandi. Samþykkt var tillaga formanns að skráning innlendra keppenda verði opin fram að aðalfundi félagsins í mars nk. Krafa liggur fyrir um að keppnisgjöld félaga EFSA Íslands verði greidd niður. Samþykkt var tillaga um styrk með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

1.3.       Dagskrá. Aðstaðan í  menningarhúsi Dalvíkinga „Berg“ var skoðuð fyrir fund undirbúningsnefndar en sæti eru fyrir 160 manns í aðalsal. Farið var yfir atburðarrás og þær breytingar sem gerðar hafa verið á útgefinni dagskrá sem birt var í mótsbæklingi í júlí 2009. Dagarnir 7., 8. og 9. maí. Fundir. Ákveðið var að fundur stjórnar EFSA HQ verði í aðalsal menningarhússins svo og fundur framkvæmdanefndarinnar (SCM) og aðalfundur EFSA (AGM). Fánahylling og skrúðganga. Ákveðið að JJ skipuleggi skrúðgönguna frá höfninni að Berg. Fá á leikskóla- og/eða grunnskólabörn til að teikna og búa til lítil spjöld með nöfnum hverrrar þjóðar (á ensku). Börnin gangi með spjöldin í röðinni fremst fyrir viðkomandi þjóð. JJ sjái um að a.m.k. 15 fánastengur verði til staðar til að flagga fánum aðildarfélaganna á hafnarsvæðinu auk þess að útvega sérstakan mann til að setja fánana upp að morgni og til að taka þá niður að kvöldi. Yst til hægri eða vinstri verði íslenski fáninn og á hinum endanum fáni EFSA en fáni Dalvíkurbyggðar í miðju eða alveg sér. Aðrir fánar í stafrófsröð. Ákveðið að afhending mótsgagna verði í Víkurröst þar sem jafnframt verði sett upp söguleg sýning á munum og/eða ljósmyndum/DVD-myndum frá fyrri sjóstangaveiðimótum. Óskað er eftir munum frá eldri félögum. Á sunnudeginum 9. maí verður keppendum og gestum þeirra boðið heim í 4-5 heimahús til að þiggja fiskisúpu (JJ sér um). ÞMA ræði við bæjarstjóra Dalvíkurbæjar um að halda ávarp við setningu mótsins sunnudaginn 9. maí. Verðlaun í mótinu verða til sýnis við setningu mótsins. Dagarnir 10.-14. maí. Veitingartjald frá Veisluþjónustunni á Dalvík verður staðsett á bryggju þar sem hægt verður að kaupa veitingar áður en haldið er á sjó svo og við komu í land. Úrslit dagsins verða birt á töflu í Víkurröst þar sem verður samkomustaður keppenda dags daglega svo og aðalstöðvar mótsstjórnar. Þann 10. maí verður á bryggju veitingar í boði nokkurra fyrirtækja (JJ sér um). Rætt um að þann 14. verði í tengslum við sýningunni á fiskum haldin einhvers konar keppni á milli þjóða, t.d. reiptop, róður o.s.frv. Unnið er að útfærslu á atburðum þriðjudaginn 11. maí og föstudaginn 14. maí en fyrir liggur tilboð frá Veisluþjónustunni í veitingar annan daginn. Laugardaginn 15. maí verða bílar sem keyra keppendur frá gististað á Ytri Vík og Ólafsfirði að Víkurröst (JJ sér um). EFSA Ísland greiði aksturinn.

1.4.       Bátar. Pláss er fyrir 164 keppendur á bátum sem tilbúnir eru að taka þátt í mótinu. Samningar um leigugjald eru á lokastigi. Skráðir eru fjórir æfingarbátar og búið að útvega félögum frá Rússlandi, Írlandi, Gíbraltar og Ítalíu pláss. ÞS skoði um áhuga frá fleiri þjóðum.

1.5.       Reikniforrit. ÞS vinnur að útfærslu reikniforrits til að reikna út úrslit mótsins byggt á reikniforriti frá EFSA Skotlandi. Samþykkt var að gjald á keppanda í 4ra og 2ja manna sveitum verði 1.000 kr. á mann þannig að 4.000 kr. kosti fyrir 4ra manna sveit í bátakeppninni og 2.000 kr. fyrir sveitir í báta- og línukeppninni. Skráningarblöð í sveitir verði birtar á netinu. ÞS útbúi.

1.6.       Beita. HB gerði grein fyrir málinu. Alls þarf 1.000 kg. af sára og 400 kg. af smokkfiski. Unnið er að afla styrkja til að kaupa beituna en gert er ráð fyrir að félagið selji beitu fyrir æfingarbátana. Beitunni verður pakkað hjá Norðurströnd í dagskammta fyrir hvern keppanda. Stefnt er að því að pökkun beitunnar verði lokið allnokkru fyrir mótið.

1.7.       Bryggjustjórn. Aðalbrottfarar- og komustaður bátana verður á Suðurgarði og gert er ráð fyrir að bátarnir leggist á sama ból dag hvern. Keppendur safnist saman á bryggjunni við númer viðkomandi báts og fari um borð þegar trúnarðarmaður í samráði við skipstjóra kallar þá til skips. Vigtunartjald metfiska verður við Norðurströnd hafnarmegin. Salernisaðstaða verður á bryggjunni á Suðurgarði svo og í Norðurströnd. Keppendur eru ábyrgir að koma með metfiska sína til skráningar og ekki verður tekið við öðrum fiskum en þeim sem keppandi persónulega kemur með sjálfur. Metfiska þarf ekki að blóðga fyrr en þeir hafa verið vigtaðir í landi. Fram kom að skipstjórar og aðstoðamenn þeirra blóðga einir fiskana um borð en jafnframt verður því beint til þeirra að þvo fiskikassana daglega en félagið á um 200 fiskikassa, sem SK og AS útveguðu. Þörf er á 2-3 aðstoðarmönnum á bryggju auk bryggjustjórnanna tveggja (ÚE og ÞMA). Starfsmenn verða í vestum merkt með orðinu „Staff“ á baki þeirra auk þess að vera með spjald um hálsin sem segir til um stöðu þeirra.

1.8.       Aðkoma bæjarfélagsins. Fram kom að Dalvíkurbyggð býður uppá veitingar við setningu móts, útvegar ýmsa aðstöðu, tæki, áhöld, starfskrafta JJ og borgar framleiðslu á merki mótsins.

1.9.       Verðlaunaafhending, verðlaunagripir. Sýndir voru verðlaunagripir í mótinu sem eru skildir á glerplötum á fæti með Ísland fest á plötuna og merkispjaldi sem segir til um viðkomandi verðlaun. Jafnframt er unnið að pöntun á 49 gulllituðum medalíum, 29 silfur og 29 brons og hlutum/veiðivörum sem fylgja 1.-15. sæti í bátakeppninni og 1.-10. sæti í línukeppninni. Grafið verður á medalíurnar af fyrirtækinu Fannar ehf. Verðlaunaafhendingin verður í menningarhúsinu Berg og sjá SÁ og ÞS um afhendinguna. Ákveðið að veita skipstjóraverðlaun fyrir 1.-3. sæti sem afhent verða á lokahófi; platti með merki/peningi mótsins.

1.10.   Styrkveitingar og gjafir. HB vinnur að söfnun muna í mótsmöppu. SÁ mun sjá um að panta Ande-línu frá EFSA HQ í línukeppnina. Línan verður 6 kg. að styrkleika (12 punda) og græn að lit.

1.11.   Sala veiðivara. Samið hefur verið við Vesturröst um sölu á veiðivörum og verður aðstaðan í Víkurröst. Sökkur. Rætt um að láta útbúa 800 stk. 200 gr. sökkur, 600 stk. 300 gr. og 500 stk. 500 gr. ÞMÞ tilkynnti um gjöf frá honum á 100 kg. af blýi en ÓJG á von á að fá á næstu dögum steypumót frá Danmörku. SK sér um að panta sökkurnar. Fá á félaga EFSA Íslands til að selja sökkurnar í Víkurröst.

1.12.   Lokahóf. Tilboði hefur verið tekið í mat frá Veisluþjónustunni á Dalvík, 3ja rétta matseðil á hlaðborði, forréttur, aðalréttur og eftirréttur. Vín verður ekki boðið. Veisluþjónustan útvegar aðstoðarfólk, dúka o.s.frv. Hverri félagsdeild er raðað niður á sitt borð þar sem borðfáni viðkomandi þjóðar verður. Ekki liggur fyrir hver verður veislustjóri kvöldsins. Unnið er að útfærslu á hvaða skemmtiatriði verður boðið uppá en gert er ráð fyrir „dinner“tónlist. Samþykkt að ráða litla hljómsveit sem spilar tónlist við allra hæfi.

1.13.   Útlagður kostnaður nefndarmanna. Nefndarmenn leggi fram reikninga til gjaldkera (SK) fyrir útlögðum kostnaði vegna starfs síns í undirbúningsnefndinni, s.s. kaup á olíu- og bensíni, gistingu o.s.frv. Ekki er greitt fyrir vinnu nefndarmanna.

1.14.   Önnur mál.

1.14.1.  EFSA merki í barm. HB hefur pantað 500 barmmerki EFSA Ísland í formi útlína landsins í íslensku fánalitunum ágreipt með stöfunum E.F.S.A. Eitt merki verður sett í hverja mótsmöppu.

1.14.2.  Merki mótsins. Merki mótsins var sýnt. Hringlótt merki á hvítum fleti með bláum kransi, rauðum stöfum „EFSA European Sea Angling Championships“ og grænum stöfum „Dalvík 2010“. Bæjarmerki Dalvíkur er fyrir miðju merkinu yfir bláum þorski.

1.14.3.  Merking vesta. ÞMA sér um að láta merkja vesti keppenda með númerunum 1-150.

1.14.4.  Pólóbolir, húfur. HB mun selja á mótsstað (Víkurröst) pólóboli og húfur með merki mótsins.

1.14.5.  Veiðireglur. SÁ um sjá um að þýða reglur mótsins á íslensku og birta á heimasíðunni.

1.14.6.  Trúnaðarmenn. Þeir verða valdir þegar búið er að draga á báta.

1.14.7.  Eyðublöð fyrir metfiska. Eyðublöð (á íslensku og ensku) verða fyrir hendi á vigtunarstað fyrir mögulega metfiska EFSA Ísland.

1.14.8.  Makaferðir, afþreying. Á fundinn mætti Lenka Uhrova, sem starfar við ferðamálaþjónustu í Eyjafirði, til að ræða um ferðir fyrir maka, almenna ferðamannaupplýsingar til keppenda, skoðunarferðir um Dalvík og nágrenni og afþreyingarmöguleika á meðan á mótinu stendur. Lenka útvegi upplýsingabæklinga til að setja í mótsmöppu keppenda. ÞS láti hana fá tölvupóstföng ritara EFSA þeirra félagsdeilda sem senda keppendur svo hún geti sent upplýsingar milliliðalaust.      

1.14.9                     

a. Tegundarmótið í Albufeira Portúgal 3.-5. september 2010. Minnt var á að skráningarfrestur í mótið er til 28. febrúar nk. en í mótinu verður lögð áhersla á að veiða fiskitegundina bream. Mótsgjald er 200 evrum og 50 evrur miði á  lokahóf. Fleira ekki gert  og fundi var slitið kl. 17.00.Þórir Sveinsson, fundarritari.

Síðast uppfært: Mánudagur, 15 Febrúar 2010 13:43
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2020 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.