Home Reglur Almennar reglur EFSA Almennar reglur EFSA
Almennar reglur EFSA Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Miðvikudagur, 03 Febrúar 2010 17:04
EFSA Grunnveiðireglur. 1.     Meistaramót & Hátíðir, almennar reglur. 

1.1   Samtökin halda Evrópumeistaramótin – Báta-(European Boat, European Line Class and European Species) og strandveiðimót árlega og Stórfiskamót annað hvert ár. Land sem hyggst halda Evrópumót skal koma óskum þar um að til aðalritara EFSA minnsta kosti fjórum mánuðum fyrir fund þar sem mót er tímasett tvö ár fram í tímann og að minnst kosti tveimur mánuðum fyrir Ársfund EFSA.

1.2   Það er ákjósanlegt ef hægt er að halda mótin sitt í hvoru landinu á hverju ári.

1.3   Lönd sem ekki liggja að sjó geta með fullu samþykki annars lands óskað eftir að halda Evrópumeistaramót sín í því landi en skipulagning og framkvæmd þess skal vera í höndum þess lands sem óskina ber fram og verður það gestgjafi mótsins.

1.4   Fyrir Báta og Línukeppni sem haldin eru saman og í sömu vikunni, einn dagur línukeppni og fjórir daga bátakeppni með að minnsta kosti sex klukkustunda veiðitíma er það sem krafist er fyrir Evrópumeistaramótin. Línuflokkakeppnin á að haldast annað hvort fyrsta dag mótsins eða síðasta. Fundur Fulltrúaráðsins og ársfundur EFSA eiga að haldast fyrir meistaramótið. Tegundaveiðimótið skal halda yfir tvo samliggjandi daga með að minnsta kosti sex klukkustunda veiðitíma. Strandveiðimótið skal haldast yfir þrjá samliggjandi daga með að minnsta kosti 10 tíma veiði og mest 15 tíma veiði, skipt eins og hagkvæmast þykir. Allar undanþágur skulu samþykkjast af Fulltrúaráðinu. 

1.5   Stigagjöf sem samþykkt hefur verið af Fulltrúaráðsnefnd skal notuð. Sá keppandi sem hefur hæstu samanlögð stig eftir alla veiðidaga meistaramótsins er Evrópumeistari þess árs.

1.6   Meðlimir landsliða og varamenn verða að vera skráðir með nafni hjá mótsnefndum fyrir lokadag skráningar meistaramótsins. Einn varamaður er leyfður fyrir hvert lið. Þegar landsliðsmaður getur einhverra hluta vegna ekki keppt, verður að tilkynna nafn hans og varamannsins til mótstjórnar áður en veiði hefst. Engir varamenn eru leyfðir eftir að veiði er hafin í meistaramótinu. Heimilt er fyrir hvert land að senda tvö landslið í hverja keppni, engar takmarkanir eru á fjölda einstaklinga utan landsliða frá því landi aðrar en fjöldatakmarkanir mótsins sjálfs.

1.7   Fulltrúaráð verður að samþykkja alla styrktaraðila.

1.8   Ef mögulegt er og í friðunartilgangi skal sleppa öllum fiskum lifandi aftur í sjóinn nema ef þess er krafist vegna stærðarmeta eð til eigin neyslu.

1.9   Þegar fiskum er haldið eftir skal strax blóðga þá, áður en heimilt er að halda veiðum áfram. Þetta gildir aðeins fyrir Bátakeppni og Stórfiskakeppni.

1.10     Það skal vera hámark fimm fiskar af hverri tegund sem hver veiðimaður má landa í Bátakeppni, samt sem áður getur mótsstjórn óskað eftir (meiru/minnu??) fyrir ákveðnar tegundir sem mikilvægar eru á því svæði. Eftir að fiskur hefur verið blóðgaður má keppandi ekki skipta honum út fyrir annan stærri/þyngri.

1.11 Gestgjafar Evrópumóta verða að fá tryggingu hjá þriðja aðila til að tryggja sig og höfuðstöðvar EFSA fyrir öllum hugsanlegum kröfum. Mótstjórn skal tryggja mótið gegn óhjákvæmilegu tjóni sem verður ef aflýsa þarf móti. Það er á ábyrgð hvers keppanda að tryggja sjálfan sig fyrir tjóni vegna veikinda, bilana eða annarra hluta.

 2.     Þáttaka stjórnarmanna. 

2.1   Allir keppendur veiða sem óbreyttir, engin forréttindi verða veitt neinum stjórnarmanni innan samtakanna.

 3.     Kröfur 

3.1   Öll meistaramót og Hátíðir sem haldin eru undir merkjum EFSA skulu opin öllum meðlimum samtakanna sem áhuga hafa á því að taka þátt.

3.2   Landsliðakeppnir eru opnar tveimur opinberum landsliðum með 2-5 meðlimum frá hverju landi. Þessi lið skulu vera samþykkt af fulltrúaráði viðkomandi landsdeildar og mótsstjórn gestgjafanna má einungis samþykkja þessi tilnefndu lið. Í Evrópumótum skulu landslið samanstanda af að hámarki fimm keppendum þar sem lægsta skor hvern dag eða keppnishluta er ekki talið með. Þegar um er að ræða færri en fimm keppendur í landsliði eru öll skor talin með. Enginn keppandi má vera í meira en einu landsliði innan sömu greinar í sama meistaramóti. Engri landsdeild er heimilt að skrá til keppni opinbert landslið nema að félagsgjöld hafi verið greidd eins og tekið er fram í grein 17.2 í stjórnsamþykkt samtakanna. Auk þessa verður landsdeild að taka þátt í fulltrúaráðsfundi sem haldinn er í tengslum við mótið til þess að landslið þess lands verði samþykkt.

3.3   Öllum afla sem fæst í meistaramótum og hátíðum sem haldin eru undir merkjum samtakanna skal ráðstafað af mótsstjórn gestgjafanna.

3.4   Ekki fleiri en tveir keppendur úr hverju opinbera landsliði meiga keppa í sömu sveit í öðrum flokki nema í tölvudregnum sveitum. Enginn keppandi má keppa í fleiri en einni sveit í hverjum flokki. 4.     Báta reglur. 

4.1   Meðlimir sama opinbera landsliðs meiga ekki vera á sama bát neinn dag meistaramótanna. Tilkynna skal meðlimi landsliðanna áður en að útdrætti á báta kemur.

4.2   Undir engum kringumstæðum skal landsdeild, klúbb eða einstaklingi heimilt að taka frá bát fyrir sig í neinu meistaramóti.

4.3   Mótsstjórn er ábyrg fyrir útdrætti keppenda á hvern bát. Nöfn keppenda skulu dregin út við opinbera athöfn í vitna viðurvist, vottað og undirskrifað af óháðum aðilum. Bátastæði skulu því næst dregin út á sama hátt eða með útdrætti um borð í hverjum bát.

4.4   Ef um fötlun keppanda er að ræða er mótsstjórn heimilt að velja öruggt stæði á bát fyrir hann það er að segja ef slíks hefur verið óskað á skráningarblaði. Ef pör eða foreldri og barn óska eftir því að veiða á sama bát verður einnig að geta þess á skráningarblaðinu. Trúnaðarmaður um borð getur einnig beitt reglunni um öruggt stæði en einungis fyrir eldri keppendur (eldri en 65) eða ungliða (yngri en 18).

4.5   Trúnaðarmaður skal skipaður fyrir hvern bát og skulu þeir ábyrgir fyrir samskiptum við skipstjóra og fylgjast með því að reglur samtakanna séu virtar.

4.6   Allir keppendur skulu hafa jafnan veiðitíma. Tilgangurinn er sá að keppendur á minni, hægfara bátum standi ekki verr að vígi en keppendur á stærri og/eða hraðskreiðari bátum. Í tilfellum þar sem verulegur veiðitími (lágmark hálftími) tapast, til dæmis ef bátur bilar, verður keppendum á þeim bát bættur upp skaðinn hlutfallslega miðað við tapaðann tíma með aukastigum eða aukavikt. Það er hlutverk skipstjóra og trúnaðarmanns að segja til um byrjun og enda veiðitíma, hvenær er heimilt að renna færi og hvenær skuli dregið upp. Bátar geta haldið frá höfn og komið innan þess tíma sem mótstjórn ákveður.

4.7   Ef í lok veiðitíma keppandi er með fisk á skal hann kalla “fish is on” og er þá heimilt að reyna að landa honum. Fiskur sem tekur agnið eftir að kallað er “lines up (hafa uppi)” er ógildur. Þessar ástæður eða aðrar sem valda því að bátur kemur of seint að bryggju skulu tilgreindar skriflega eða um talstöð eða síma til mótsstjórnar af viðkomandi skipstjóra og trúnaðarmanni. Ekki er heimilt að ógilda veiði keppenda á bátum þar sem þessum reglum er fylgt. Afli viðkomandi skal samt sem áður þar sem það á við opinberlega viktaður eða skráður og upplýsingum um hann komið til  mótsstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun í málinu.

 5.     Stórfiskaveiði. 

5.1   Í sérstökum stórfiskaveiðimótum EFSA eða fyrir veiðimann sem óskar eftir því að fá skráðan fisk sem heimsmet, skulu gilda reglur sambærilegar reglum International Game Fish Association (IGFA) en þær er hægt að nálgast hjá höfuðstöðvum EFSA eða hjá ritara viðkomandi deildar.

 6.     Tálbeitur. 

6.1    Tálbeitur og notkun svokallaðra “rubby-dubby” (hér kallað tálbeituhylki) sem eru hylki sem fyllt eru með slógi, fiskbitum eða þessháttar er leyft í öllum tilfellum Báta eða Stórfiska-keppna. Lið og einstaklingar meiga notast við þetta þegar um stórfiskakeppnir er að ræða en þetta má ekki vera sett út áður en keppni hefst. Þessar tálbeitur meiga einungis innihalda þá beitu (fisk, lindýr, skelfisk eða krabbadýr) sem úthlutað er ásamt því sem keppendinn/ keppendurnir veiða í mótinu. Blóð spendýra er ekki leyfilegt. Tálbeitur eða tálbeituhylki er ekki leyft í neinni strandveiðikeppni. Fyrir Bátakeppni eingöngu: Tálbeituhylki sem nýtist öllum keppendum á báti má einungis nota ef meirihluti keppenda um borð samþykkir það og þá má einungis nota í það fisk sem ekki gildir til stiga, beituafskurð og afgöngum sem safnað er í sameiginlegt ílát í þessum tilgangi.

 

7.     Almennar Bátakeppnisreglur.

 7.1   Keppandi sem tekur þátt í móti sem skipulagt er af eða fyrir Samtökin í samvinnu við deildir þess, önnur samtök eða klúbba má einungis nota eina stöng og hjól í einu. Önnur stöng með ásettu hjóli má vera tilbúin til notkunar en slóði má EKKI vera á báðum stöngum samtímis. Slóði er skilgreindur sá hluti sem önglar eru festir við. Aukastangir má hafa meðferðis en þær meiga ekki vera tilbúnar með ásettum hjólum.

7.2   Veiðarfæra og tegundaskilyrði skulu ákveðin af mótsstjórn viðkomandi deildar en skulu hljóta samþykki Fulltrúaráðsins. Aðeins réttlætanleg skilyrði munu verða samþykkt. 

7.3   Mótsstjórn sem skipuleggur keppni er heimilt að banna ákveðnar tegundir útbúnaðar sem að þeirra mati er líklegur til þess að valda hættu eða óþægindum fyrir aðra keppendur eða annað fólk. Köst fá báti eru einungis heimil ef Mótsstjórn/Fulltrúaráð samþykkir það.

7.4   Beituveiði: Hámark tveir önglar eru leyfilegir á hverjum slóða. Hvor þeirra verður að vera sjálfstæð einkrækja og verður að vera óheftur. Staðsetning krókanna getur verið á slóða fyrir ofan eða fyrir neðan sökku.

        Pilkar: Pilkar meiga vera meða aða án óheftrar krækju (einkrækju, tvíkrækju eða þríkrækju). Einungis má setja beitu á einkrækjur.

        Spúnar/gerfibeitur: Tví og þríkrækjur má nota þegar þær eru á spúnum eða annarri gerfibeitu sem er til þess ætluð. Þessar krækjur verða að vera óheftar og skulu takmarkast við þrjár (ein, tví eða þríkrækjur eða sambland þessara). Mynd eða teikning af spúninum eða gerfibeitunni verður að fylgja umsókn um metfisk ef um hana er að ræða. Ef það er ekki fullnægjandi skal senda spúninn/gerfibeituna sjálfa með. Þegar um gerfibeitur með pilsi eða skotti er að ræða má ekki nota meira en tvær einkrækjur á hana eða slóðann. Krókarnir þurfa ekki að vera aðskildir. Ef þeir eru aðskildir skulu augu krókanna ekki vera nær hvor öðru en lengd þeirra er og ekki lengra frá en 30 centimetra. Eina undantekningin er þegar auga annars króksins er þrætt í gegn um auga hins króksins. Aftari krókurinn má í því tilfelli ekki standa lengra en króklengdina aftur fyrir pils aða skott gerrfibeitunnar. Ljósmynd eða teikning verður að fylgja umsókn um metfisk ef um hana er að ræða.

7.4   Lengd leiðara (Leiðari telst lína frá slóða að þeirri línu sem notuð er í mótinu, oftast notuð í léttlínukeppnum til þess að lyfta fiskum inn í bát):

        Leiðari má ekki vera lengri en 4,5 metrar í hefðbundinni veiði og samanlögð lengd leiðara og slóða má ekki vera meiri en 6 metrar.

7.6   Handfæri eru óheimil einnig að skjóta, skutla eða stinga fisk.

7.7   Óheimilt er að draga fisk eða reka upp í fjöru eða á grunnt vatn í þeim tilgangi að svifta hann möguleikum sínum á því að synda eðlilega.

7.8   Öðrum en keppanda er óheimilt að stilla bremsu á hjóli eða snerta aðra hluta veiðarfæris á meðan á viðureign við fisk stendur, né heldur veita aðra hjálp en þá að taka um slóða í þeim tilgangi að gogga eða háfa fisk eða þá að skipta um og stilla belti eða skuð. Einungis einn má taka um slóðann en aðrir meiga gogga eða háfa fiskinn.

.

7.9   Óheimilt er að láta stöngina hvíla á borðstokki eða öðrum hlutum bátsins á meðan á viðureign við fisk stendur nema að fengnu leyfi Mótsstjórnar fyrir fatlaða einstaklinga. Leyfi fyrir undanþágu skal óskað á skráningarformi.

7.10     Keppendur skulu beita sína öngla sjálfir. Aðstoð er leyfð til þess að losa króka úr fiski.

7.11 Veiðistólar eru leyfilegir en skuð skal vera laust frá þeim. Skuð sem gerir veiðimanni kleift að minnka átök eða hvíla sig á meðan á viðureign stendur er bannað.

7.12 Mótsstjórn meistaramóts skal sækja um leyfi til Fulltrúaráðs til þess að útiloka ákveðnar fisktegundir aðrar en Fjörsung. Fjörsunga er óheimilt að koma með til vigtunar eða skrá til stiga.

7.13 Húkkaður fiskur tels sá sem ekki hefur krókinn í sér fyrir framan aftasta tálknbarð.

7.14 Fiskur með einn krók í munni og annan aftan við aftast tálknbarð skal gilda fyrir þann veiðimann sem á krókinn sem situr í munni fisksins. Sérhver fiskur sem hefur meira en einn krók í munni er ógildur. Ef tveir veiðimenn húkka fisk fyrir framan aftasta tálknbarð og hvorugur krókurinn er í munni fisksins telst hann ógildur. Ábyrgð úrskurðar í svona málum er hjá tilnefndum trúnaðarmanni um borð.

7.15 Með verndarsjónarmið í huga skal hægvaxandi tegundum, sérstaklega Stórskötu vera sleppt í sjóinn aftur lifandi án tafar. Ef slíkar tegundir eru veiddar í keppnum skal ef mögulegt er vigta þær um borð í viðurvist að minnsta kosti tveggja vitna og skipstjóra og sleppa þeim síðan.            

7.16 Heimilt er einnig að nota stigagjöf sem tekur mið af mælingum til dæmis í tilfelli Skötunnar hámarksbreidd í beinni línu milli enda vængbarða. Slík stigagjöf skal vera samþykkt af Fulltrúaráðinu áður en að mótshaldi kemur.

7.17 Beita: Beita skal vera afhent af Mótsstjórn, sama tegund og sama magn til hvers keppanda og er sú eina sem heimil er í meistaramótinu. Eina beita önnur er sú sem keppandinn veiðir sjálfur þann dag á sjónum. Beita fyrir Hátíðir og Deildarkeppnir er ákvörðun Mótsstjórnar hverju sinni.

7.18 Veiðimaðurinn er algerlega ábyrgur fyrir afla sínum þar til hann hefur verið færður til vigtunar og kvittun er móttekin eða aflinn hefur verið formlega skráður og kvittað fyrir.

7.19 Þegar fiskur sem er löglega kræktur tapast við goggun eða háfun hjá aðstoðarmanni eða skipstjóra er heimilt að láta hann gilda til stiga svo fremi sem hann næst strax aftur. Fiskur sem fellur af við tilraun veiðimanns til þess að lyfta honum um borð er ógildur. Fiskur sem næst eftir að hafa fallið af krók gildir ekki sem metfiskur.

7.20 Þegar ágreiningur er um tegund fisks verður veiðimaðurinn sjálfur að halda fiskinum og færa hann til vigtunar þannig að formleg greining geti farið fram af hálfu mótshaldara.

7.21 Öll frávik á reglum þessum skulu hljóta samþykki Fulltrúaráðsins.

7.22 Afldrifin veiðihjól eru einungis heimil þegar það er sérstaklega tilgreint.

  8.     Stærðarmörk. 

8.1   Undirmál eins og skilgreint er af yfirvöldum hvers lands skal nota.

8.2   Stærðarmörk skulu vera gerð opinber áður en meistaramót fer fram. Allar tilraunir veiðimanns til þess að eiga við lengd fisks (þ.e. auka lengd hans) skulu leiða til þess að hann verður dæmdur úr leik.

8.3   Sérhver keppandi sem kemur með fisk að landi undir tilgreindum stærðarmörkum kann að vera dæmdur úr leik.

8.4   Engin undanþága er gefin fyrir því ef fiskur dregst saman á tímabilinu frá því hann er veiddur til þess að hann er vigtaður eða skráður.

 9.     Áhöfn og bátar. 

9.1   Áhöfn sem ábyrg er fyrir bátum með keppendur um borð er óheimilt að veiða nema þegar veidd er beita áður en keppnin byrjar.

 10.   Veiting verðlauna.

10.1 Ákvörðun Mótsstjórnar þeirrar deildar sem mótið heldur er endanleg hvað varðar afhendingu bikara og verðlauna.

10.2 Ef veður hefur hamlað veiði er Mótsstjórn heimilt að veita bikara og verðlaun fyrir þá daga sem veitt var.

10.3 EFSA verðlaunapinnum og ákveðnum öðrum verðlaun sem veitt eru í Meistaramótum er einungis hægt að veita einstaklingum (einnig ungliðum) og æfifélögum (einnig heiðurs æfifélögum) EFSA.

10.4 Meistaramótspinnum með lárviðarsveig (Gull, Silfur og Brons) skal einungis veita sigurvegara, öðru sæti og þriðja sæti í Evrópumeistaramóti í Bátakeppni. Fyrir aðrar keppnir: stórfiska, línukeppni, tegunda og strandveiði, fá sigurvegarinn annað sætið og þriðja sætið pinna sem merktir eru: Game, Line Class, Species og Shore.

 11.   Almennar reglur fyrir strandveiðimót 

11.1 Veitt skal frá plássum staðsettum eftir útdrætti, keppendur verða að veiða frá dreginni staðsetningu. Einnig má veiða samkvæmt svokallaðri flökkuaðferð (roving=flakka um) en leyfi til þess skal fá frá fulltrúaráðinu.

11.2 Til byrjunar og enda keppni verður blásið með flautu eða samkvæmt öðru heyranlegu eða sjáanlegu merki.

11.3 Keppendur meiga ekki kasta út fyrr en byrjunarmerki hefur verið gefið.

11.4 Keppendur meiga einungis nota eina stöng í einu. Aukastöng er leyfð, en má þá ekki vera með ásettum slóða. Hámarksfjöldi öngla er þrír. Heimilt er að hafa tilbúna slóða með beitu á. (Athugið að ef þrír önglar eru notaðir gilda fiskar ekki til evrópumeta)

11.5 Heimilt er að þyggja aðstoð við löndun fisks en enginn annar en keppandi má handleika stöngina nema til þess að fyrirbyggja hættu. Húkkaður fiskur er ógildur, einnig fiskur sem er með öngul í munni frá fleirum en einum keppanda. Þeim skal sleppa strax þar sem því verður við komið. Þetta á einnig við um fiska sem koma upp á töpuðum slóðum. Keppandi við hliðina sker úr um þessa hluti.

11.6 Keppendur skulu beita sína slóða sjálfir, kasta og draga inn sína slóða. Þeir meiga þyggja aðstoð við að ná önglum úr fiskum.

11.7 Beita er sköffuð af mótshaldara, nægileg fyrir hvern dag. Keppendur meiga ekki nota aðra beitu nema það sem þeir veiða sjálfir. Brot á þessari reglu hefur í för með sér sjálfkrafa brottvikningu. Í lok hvers veiðidags skal henda allri ónotaðri beitu og er óheimilt að geyma til næsta dags.        Óheimilt er að nota hvers konar lyktar eða bragðefni. 

11.8 Alla fiska verður næststandandi veiðimaður að skrá á skorkort keppanda eða að trúnaðarmaður skráir fiskinn á sitt spjald þegar honum er landað. Skrá verður fiskinn áður en annar fiskur er dreginn að landi. Lið verða að fá keppanda utan liðsins til þess að skrá sína fiska. Það er þáttökuskilyrði að keppendur verða að vera tilbúnir að gegna hlutverki trúnaðarmanns ef þess er krafist af mótsstjórn.

11.9 Veiddum fiskum má halda lifandi í vatni en hvers konar tilraunir til þess að auka lengd þeirra eða stærð hafa í för með sér brottvikningu keppanda. Ákvörðun mótsstjórnar varðandi stærð fisks við viktun eða í tilfellum um ágreining sem ekki er tekið á í reglum þessum er endanleg. Töflu með undirmáli fiska skal komið til allra keppenda áður en keppni byrjar. Undirmálsfiski skal samstundis sleppt lifandi.

11.10   Engar undanþágur eru gefnar varðandi það að fiskur styttist á tímabilinu frá löndun að viktun.

11.11   Keppendur meiga ekki veiða nær hver öðrum nema með gagnkvæmu samþykki.

11.12   Keppendur verða að setja fiska sína í sinn eigin poka og eru sjálfir ábyrgir fyrir því að koma þeim í viktun.

11.13   Keppendur meiga ekki vaða lengra út í sjó en upp að hnjám til að kasta og verða þá að koma til baka upp á land.

11.14   Enginn keppandi má veiða á keppnissvæðinu nær keppnistímanum en sex klukkustundum.

11.15   Mótsstjórn hefur fullan rétt á að hafna hvaða keppanda sem er.

11.16   Óheimilt er að tvídraga á svæði. (Endurtaka útdráttinn)

11.17   Viktun skal fara fram strax að veiði lokinni og skal ljúka samkvæmt ákvörðun mótsstjórnar.

11.18   Kærum skal skila skriflegum til mótsstjórnar eigi síðar en 15 mínútum eftir lokun viktunar. Úrskurður mótsstjórnar er endanlegur.

11.19   Allir keppendur skulu koma með fiska sína í viktun og/eða skila skorkortum.

11.20   Sérhverjum keppanda sem að áliti mótsstjórnar hagar sér ósæmilega eða hefur uppi tilburði sem geta haft áhrif á aðra keppendur eða sanngirni í veiðum á það á hættu að verða vísað úr keppni af mótsstjórn.

11.21   Óheimilt er að koma með Fjörsunga til viktunar.

11.22   Kastleiðari með í minnsta lagi 24 kílóa slitþol og 7 metra langur skal vera notaður af öllum keppendum.

11.23   Allir keppendur skulu fjarlægja rusl sem frá þeim kann að hafa komið í lok hvers veiðidags.

11.24   Mótsstjórn eða EFSA eru ekki ábyrg fyrir hvers konar tjóni, skemmdum, slysum eða meiðslum sem uppá kunna að koma í mótinu. 12.   Línukeppnisreglur 12.1                 Gjaldgengi 

12.1.1  Allir fiskar veiddir samkvæmt Metareglum EFSA eru gjalgengir til hugsanlegra evrópumeta að því tilskildu að þeir séu veiddir innan svæðis sem markast af 30° vestlægrar til 65° austlægrar lengdargráðu og 23,5° til 80° norðlægðar breiddargráðu þar með talið Grænland.

12.1.2  Einungis fiskar sem hafa krókinn í sér fyrir framan aftasta tálknbarð koma til greina sem metfiskar. Fiskur sem landað er eða goggaður/háfaður með krókinn í sér fyrir aftan aftasta tálknbarð skal dæmast “húkkaður”.

 12.2                 Metaflokkar 

12.2.1  Óflokkuð met – Þyngsti fiskur af hverri tegund veiddur annað hvort frá bát eða strönd með stöng, hjóli og línu sem hefur slitþol 60 kg eða minna.

12.2.2 Línuflokka met – Þyngsti fiskur tegundar veiddur á einhvern eftirtaldra línuflokka, annað hvort frá bát eða frá strönd. (Hver eftirtaldra viðurkenndu línuflokka á við fyrir hverja einstaka tegund.)

        “4 pund”        Flokkur    Línur með slitþol að 2 kg.

        “8 pund”        Flokkur    Línur með slitþol frá 2 kg að 4 kg.   

        “12 pund”      Flokkur    Línur með slitþol frá 4 kg að 6 kg.   

        “16 pund”      Flokkur    Línur með slitþol frá 6 kg að 8 kg.   

        “20 pund”      Flokkur    Línur með slitþol frá 8 kg að 10 kg. 

        “30 pund”      Flokkur    Línur með slitþol frá 10 kg að 15 kg.           

        “50 pund”      Flokkur    Línur með slitþol frá 15 kg að 24 kg.           

        “80 pund”      Flokkur    Línur með slitþol frá 24 kg að 37 kg.           

        “130 pund”    Flokkur    Línur með slitþol frá 37 kg að 60 kg.              

12.2.3 Þyngsti fiskur af hverri tegund veiddur frá strönd með stöng, hjóli og línu sem hefur slitþol 60 kg eða minna.

12.2.4 Bátaveiddir fiskar: - nær yfir fiska sem veiddir eru frá sérhverri manngerðri smíði sem hægt er að leggja við ankeri en ekki varanlega fest við sjávarbotn.          Strandveiddir fiskar: - nær yfir þá fiska sem veiddir eru frá náttúrulegri strönd eða sérhverri manngerðri smíði sem er varanlega fest við sjávarbotninn. 

12.2.5 Fyrir alla ofantalda metaflokka mun meðaltal nokkurra þurrprófa gilda til skrásetningar línustyrkleikans. Ef það próf sýnir styrkleika yfir tilgreindum á skráningarformi munu nokkur blautpróf verða tekin til þess að skera úr um meðalstyrkleika línunnar. Frávik frá skráðum styrkleika framleiðanda línu er leyfður. Það er að segja að línuflokkurinn mun verða ákveðinn eftir hámarksstyrkleika línunnar. Ef metakrafa um styrkleika utan þessara marka kemur verður henni hafnað.

 12.3.  Viðurkenning meta. 

12.3.1 Einungis fiskar veiddir samkvæmt reglum þessum koma til greina til meta.

12.3.2 Kröfur um metfiska munu aðeins verða teknar til greina ef útfyllt skráningarblað metfiska varðandi fiskinn berst Evrópusamtökum Sjóstangaveiðimanna innan tveggja mánaða frá því fiskurinn veiddist.

12.3.3 Ef krafa um metfisk berst án nægjanlegra upplýsinga, EFSA mun fara fram á úrbætur og gefst krefjanda þá tveggja mánaða frestur frá athugasemd til þess að senda úrbætur.

12.3.4 Til að bæta gildandi met, verður fiskur að vega að minnsta kosti tilgreindri þyngd meira.: - Ekki minna en.

        0,5 til 10 kg (22 pund) 50 grömm (2 únsur) yfir gildandi meti.

        10 til 25 kg (56 pund) 100 grömm (4 únsur) yfir gildandi meti.

        25 til 50 kg (110 pund) 200 grömm (8 únsur) yfir gildandi meti.

        50 til 100 kg (220 pund) 500 grömm (18 únsur) yfir gildandi meti.

        Yfir 100 kg (220 pund) 0,5 % hálft prósent yfir gildandi meti.

12.3.5 Ef veiðimaður sendir inn metakröfu sem til greina kemur sem I.G.F.A. (Heimsmet) met, hvílir ábyrgð á því að sanna að fiskurinn hafi verið veiddur samkvæmt reglum I.G.F.A. algerlega á honum sjálfum.  

 12.4.   Metaskrár. 

12.4.1 Skrásetjari metfiska mun þýða og birta samþykktan lista gildandi meta í öllum flokkum í lok hvers árs. Eintök af listanum eru til reiðu fyrir deildir samtakanna og áhugasama veiðimenn.

12.4.2 Ráðstafanir munu gerðar í metaskránni til þess að sýna hvort methafinn er félagi í EFSA með því að setja stjörnumerki fyrir framan nafn methafans ef þær upplýsingar liggja fyrir.

 12.5.   Takmörk veiðibúnaðar. 

12.5.1 Bátastangir: minnsta lengd stangar framskaft meðtalið 130 sentimetrar. (51”) meða hámarks lengd afturskafts 70 sentimetra. Bæði mæld frá miðju veiðihjóls. Bogið afturskaft skal mæla í beinni línu frá hjóli.

12.5.2 Strandveiðistangir: engin hámarkslengd, minnsta lengd eins og fyrir báta. Ef veitt er með stöng (priki) frá strönd má hámarkslengd teygju vera 0,5 metrar og línuflokkurinn skal vera jafn lengstu línununnar hvort sem um er að ræða aðallínu eða slóða.

12.5.3 Veiðihjól: Það eru engin takmörk önnur en hjól með fastri bremsu, mótordrifin, vökvadrifin og tveggja handa hjól eru bönnuð.

12.5.4 Línur: Einþráðunga og fjölþráðungalínur eru leyfðar. Víralínur eru einnig leyfðar, en eingöngu fyrir metatilraunir.  Aðallína skal sköffuð af mótshaldara hvort sem hún er gefin af styrktaraðila eða ekki og skal sú lína notuð af öllum keppendum. Notkun annarrar línu mun leiða til brottvikningar keppanda.

12.5.5 Slóðar/Leiðarar: Slóðar eða leiðarar geta verið einfaldar eða margþættar línur, fléttaðar línur eða úr hvaða efni sem er notað sem veiðilína og getur verið af hvaða styrkleika sem er. Leiðari í línuflokkakeppnum upp að og meðtalið 10 kg flokk skal takmarkast við 4,5 metra, samanlögð lengd leiðara og tvílínu má mest vera 6 metrar. Leiðari í öllum flokkum ofan við 10 kg skal takmarkast við 9 metra og samanlögð lengd leiðara og tvílínu má ekki fara yfir 12 metra.

12.5.6. Endabúnaður: Hámarksfjöldi króka skal vera tveir. “Botnbúnaður” má vera tvær einkrækjur á tveimur leiðurum eða niðurleggjum. “Dráttar og lifandi beitu búnaður”: Hámark tveir einkrókar eru leyfðir með báða krókana fasta í sömu beitunni á þann hátt að fjarlægðin milli þeirra (mælt auga í auga) sé að minnsta kosti jöfn króklengdinni og í mesta lagi 45 sentimetrar. Spúnar/gerfibeitur: tví og þríkrækjur eru leyfðar þegar þær eru áfastar spúnum eða gerfibeitum sérhönnuðum til þess. Þessar krækjur skulu vera óheftar og skulu að hámarki vera þrjár (einkrækjur, tvíkrækjur eða þríkrækjur eða sambland þessara).  Mynd eða teikning af spúninum eða gerfibeitunni skal fylgja umsókn um metfisk. Ef það er ekki ásættanlegt verður að senda spúninn sjálfan eða gerfibeituna. 

 12.6.   Önnur tæki og tól. 

12.6.1. Stangarbelti með skuði og axlarbelti má nota. Þegar axlarbelti er fest beint við veiðistöng má það ekki vera fest meira en 30 sentimetra fyrir framan miðju veiðihjóls að því tilskildu að það sé ekki fyrir framan framskaft.

12.6.2 Veiðistólar meiga ekki hafa neinn vélrænan búnað sem hjálpa veiðimanni í viðureign við fisk. Snúningsliðir verða að vera óheftir og meiga ekki vera þannig að þeir veiti veiðimanni hvíld eða minnki átak í viðureign við fisk.

12.6.3 Flotholt er einungis heimilt til þess að stjórna dýpt beitunnar eða til þess að láta beitu reka.

 

12.7.  Goggar og háfar.

 

12.7.1. Skaft á goggi eða háf má ekki vera lengra en 250 sentimetrar. Þessar takmarkanir eiga þó ekki við þegar um strandveiði er að ræða eða þegar stærð báts er slík að það krefst lengra skafts.

12.7.2 Notkun fallneta er leyfð. ( Fallnet eru í raun háfhringir með neti sem hent er í sjóinn og fiskurinn dreginn inn í hringinn og hann síðan hífður upp.)

12.7.3 Þar sem um lausan krók eða gogg er að ræða má festilínan ekki vera lengri en 920 sentimetrar mælt frá festipunkti.

 12.8.   Viðureign og löndun fisks. 12.8.1 Ef stangarhaldari er notaður verður veiðimaðurinn sjálfur að færa stöngina úr haldaranum, bregða við, kljást við og færa fiskinn að gogg/háf sjálfur án aðstoðar.

12.8.2 Enginn annar en veiðimaðurinn sjálfur má snerta stöng, hjól eða línu á meðan á viðureign við fisk stendur nema við löndun fisksins má annar aðili taka um línu og gogga/háfa fiskinn.

12.8.3  Þegar fiskur sem er löglega kræktur tapast við goggun eða háfun hjá aðstoðarmanni eða skipstjóra er heimilt að láta hann gilda til stiga svo fremi sem hann næst strax aftur. Fiskur sem fellur af við tilraun veiðimanns til þess að lyfta honum um borð er ógildur. Fiskur sem næst eftir að hafa fallið af krók gildir ekki sem metfiskur.

  12.9    Atriði sem valda frávísun.

        Eftirtalið mun hafa í för með sér frávísun metakröfu.

12.9.1 Frávik á reglum um endabúnað og viðureign við fisk.

12.9.2 Útskipti á stöng eða hjóli, fléttun línu eða fjarlæging eða viðbót af hverri tegund á meðan á viðureign við fisk stendur.

12.9.3 Stöng sem brotnar á stað sem veldur því að minnstamál hennar verður undir lágmarks kröfum.

12.9.4 Handfæri eða notkun línu eða áfasts reipis í þeim tilgangi að halda eða lyfta fiski.

12.9.5 Skjóta, skutla eða stinga fisk, þar með talda hákarla á hvaða tíma viðureignarinnar sem er.

12.9.6 Limlesting af völdum hákarla, annarra fiska eða skrúfublaða sem fjarlægir hold. (sár eftir línu eða leiðara, klór, ör eða gróin sár valda ekki frávísun)

12.9.7 Notkun hvers lags hluta eða afurða spendýra.

12.9.8 Draga fisk eða reka upp í fjöru eða á grunnt vatn í þeim tilgangi að svifta hann möguleikum sínum á því að synda eðlilega.

12.9.9 Að láta stöng hvíla á borðstokki eða öðrum hlutum bátsins á meðan á viðureign við fisk stendur.

 12.10.   Vigtun. 

12.10.1 Einungis vigtun sem fer fram í landi er samþykkt.

12.10.2 Engar áætlaðar þyngdir eru viðurkenndar þ.e. grömm eða brot úr únsu verða að vera sýndar á mælitækinu. Þar sem vigt fisksins fellur á milli strika á voginni gildir neðra strikið, þ.e. þyngdin má ekki vera hækkuð upp.

12.10.3 Athugun: Vogir skulu vera þannig að þær þoli nákvæmniskoðun opinberra eftirlitsstofnana.

12.10.4 Viktun skal vera staðfest af tveimur óháðum vitnum.

 12.11.   Metakröfur. 

12.11.1 Fiskurinn verður að hafa verið veiddur og viktaður samkvæmt reglum þessum.

12.11.1 Kröfur munu ekki verða teknar til athugunar ef meira en tveir mánuðir eru liðnir frá veiðitíma þar til skrásetjari meta EFSA hefur meðtekið kröfuna nema að sérstakar aðstæður samþykktar af EFSA liggi fyrir.

12.11.3 Krafa um metfisk skal koma á opinberu eyðublaði samviskusamlega útfylltu.

            Þetta krefst:

(a)    Upplýsinga um nákvæma staðsetningu veiði, ásamt útlistun veiðarfæra (framleiðanda og þess háttar) hvort um báta eða strandveiði er að ræða, nafn og heimilisfang veiðimanns ásamt deildarnúmeri ef til er.

(b)   Undirskriftar og heimilisfangs tveggja óháðra vitna að veiðinni. Vitnin meiga ekki vera tengd veiðimanninum.

(c)     Undirritaðrar yfirlýsingar ef ekki liggjur fyrir að óháður aðili er vitni að veiðinni.

(d)   Frágenginnar yfirlýsingar til staðfestingar smáatriða veiðinnar lýst af veiðimanni.

(e)    Nákvæmrar þyngdar fisksins, hvar nákvæmlega hann er vigtaður og útlistun á þeirri vog sem notuð er (Framleiðandi o.þ.h) ásamt vottunardagsetningu vogar.

(f)    Undirskriftar og heimilisfangs tveggja vitna að vigtuninni. Þessi vitni verða að vera önnur en þau að veiðinni og algerlega ótengd veiðimanni.

(g)   Krafan má vera send inn á hvaða formi sem er fyrir hvaða önnur veiðisamtök sem er eða metanefndir, að því gefnu að hún innihaldi allar þær upplýsingar sem EFSA krefst.

(h)   Öllum metakröfu verður að fylgja: Vottun á nákvæmni vogar ef hún er ekki reglulega prófuð af eftirlitsstofnun yfirvalda. Vottorðið má ekki vera dagsett meira en 12 mánuði fyrir dagsetningu vigtunar.

(i)     Myndir: Fiskur sem um er að ræða verður að vera myndaður á hlið með alla ugga þanda, og í tilfelli flatfiska (skötur meðtaldar) fullkomin mynd af efri og neðri hlið fisksins. Þegar um hákarla er að ræða verður nærmynd af opnum munni og tönnum að fylgja. Allar myndir verða að sýna hlut sem gefur til kynna nákvæma stærð þ.e. málband, reglustika, tommustokkur o.þ.h.

(j)     15 metra af þeirri línu sem notuð var. Ljósmynd af stönginni, hjóli og endabúnaði sem notaður var við veiðina.

(k)   Ef vafi ríkir um greiningu fisktegundarinnar skal fiskurinn geymdur í frosti eða á annan hátt geymdur óskemmdur þannig að hann geti verið skoðaður af þeim aðila eða aðilum sem EFSA tilnefnir til þess.

Þessar reglur ásamt breytingum frá fyrri reglum  eru samþykktar af Fulltrúaráði EFSA 16. ágúst 2008.
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.