Home Fundargerðir Fundir undirbúningsnefnda Fundur 19.6.09 v/ Dalvík 2010
Fundur 19.6.09 v/ Dalvík 2010 Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Þriðjudagur, 14 Júlí 2009 00:54

EFSA Ísland         Fundur í undirbúningsnefnd    

Dagsetning:  Föstudaginn 19. júní 2009, kl. 18.30 –19.45.    

Haldinn:       Tjarnarbær, félagsheimili hestamanna, Borgarsandi Sauðárkróki.    

Viðstaddir:   Skarphéðinn Ásbjörnsson, Þórir Sveinsson, Helgi Bergsson, Sigurlín Stefánsdóttir, Árni Halldórsson. 

1. Evrópumót EFSA Ísland í báta- og línukeppni Dalvík 11. - 15. maí 2010.                          

Rætt um Íslandsmeistaramót EFSA, sem haldið var á Dalvík 15.-16. maí sl. og sem var hluti af undirbúningi fyrir Evrópumótið í báta- og línukeppni 2010, sem haldið verður frá Dalvík 11.-15. maí 2010. Farið var yfir helstu skipulagsatriði undirbúningsmótsins, þau atriði sem viðstaddir töldu að bæta megi eða framkvæma á annan hátt:    

Bryggjustjórn: Bátar voru ekki tilbúnir þegar keppendur mættu til skips, m.a. vantaði ís um borð. Þegar keppendur koma í höfn að loknum keppnisdegi  fari þeir frá borði á Suðurgarði áður en löndun fer fram. Hún þarf að fara fram á a.m.k. tveimur stöðum til að forðast of langa löndunarbið. Óska á eftir afnotum af Norðurgarði til löndunar og Suðurgarði fyrir báta sem eru í keppninni. Vigtun metfiska, veitingaraðstaða og salerni verði við „Suðurströnd“, Hafnarbraut eða á sama stað og í maí sl.    

Reglur og stigagjöf. Gullkarfi og litli karfi gefi báðir 5 stig. Stig fyrir tegund verði 20 stig í stað 30 stiga (eins og var í undirbúningsmótinu). Ýsa, ufsi og þorskur gefi 2 stig. Stærð þorsks skuli vera 45 cm að lágmarki. Ýsa, steinbítur og keila 35 cm að lámarki. Lágmarksstærð annarra fiska verði 10 cm. Heimilt að veiða 5 fiska í tegund á dag en 25 þorska, ufsa og ýsur. Skrá á alla veidda fiska á skorblaðið þrátt fyrir að veiddir fiskar verði fleiri en 5/25 í viðkomandi tegund. Skrá á veidda fiska á skorblaðið að veiðimanninum sjálfum viðstöddum uppúr í kassa hans. Fiskar keppanda verði settir í sameiginlegt kar eftir skráningu sem veiðimaður samþykkir og gildir skráningarblaðið eftir það. Útbúa þarf leiðbeiningar hvernig blóðga á fiska, en í undirbúningsmótinu bar á því að erlendu keppendurnir þekktu ekki þau handbrögð. Sækja á um undanþágu til aðalstöðva EFSA að heimilt verði að blóðga fiska eftirá, þ.e. ekki um leið og fiskur er kominn um borð og áður en færi er rennt aftur í sjó. Æskilegt er að ekki verði notaðir goggar um borð, aðeins háfar. Félagið útvegi háfana sem verði 2,5-3 metrar að lengd.    

Beita. Í ljósi reynslu og ábendinga keppenda í undirbúningsmótinu í maí sl. var ákveðið að í Evrópumótinu á næsta ári verði beita sári og smokkur. Gert er ráð að hver keppandi fái 10 sára á dag og 5 smokka.    

Lokahóf. Aðilum á Dalvík verður boðið að selja happdrættismiða á lokahófinu, t.d. Björgunarsveitinni.    

Tryggingar. Tilboð í tryggingar verður að liggja fyrir mótið í Skotlandi, sbr. ákvæði í gr. 1.11 í grunnkeppnisreglum EFSA. Gera verður grein fyrir tryggingunum á fundi með framkvæmdastjórn EFSA. Í tryggingunum fellst að EFSA Ísland og Höfuðstöðvar EFSA verði tryggt fyrir skaðabótakröfum vegna mótsins eða mótshaldsins sjálfs. Um er að ræða sömu tryggingar og Sjól, Landssamband sjóstangaveiðifélaga, hefur keypt fyrir aðildarfélög sín.    

Um borð. Bent var á að líma þurfi teppaefni undir fiskikassa veiðimanna til að minnka hættu á að kassar renni eða kastist til í veltingi. Útvega þarf skuðarbretti fyrir beitu og mega brettin vera úr afgangsefni, t.d. parketti. Upplýst var að vinna aðstoðarmanna sé innifalin í leiguverði báta en gert er ráð fyrir að einn aðstoðarmaður verði fyrir hverja sjö keppendur. Aðstoðarmönnum verði leiðbeint fyrir mótið hvernig þeir eigi að aðstoða eða hjálpa keppendum.    

Æfingarbátar. Áætlað er að fimm báta þurfi fyrir keppendur, sem leigja vilja þá til æfinga áður en mótið hefst. Æfingartími á dag verði 4 til 6 klst.    

Veiðisvæði. Veiðitími byrjar að telja þegar rennt er í fyrsta sinni í byrjun veiðidags. Gert er ráð fyrir að bátar sigli a.m.k. 500 m. frá Dalvíkurhöfn áður en rennt er og ekki verður veitt við op frárennslisrörs nálægt höfninni. Ráðgert að sett verði út bauja eða belgur sem ákvarði markalínu veiðisvæðisins.  Gert er ráð fyrir að veitt verði á mismunandi svæðum á hverjum degi og einhverja dagana verði veitt á nokkru dýpi.    

Keppnisblað. Gerð var grein fyrir stöðu vinnu við útgáfu mótsblaðsins en nú er unnið að lokafrágangi efnis. Verr hefur gengið að safna auglýsingum í blaðið en áætlað var og mun blaðsíðum fækka af þeim sökum.    

Sala veiðivöru o.fl. Ellingsen hefur verið boðið að selja veiðivörur á keppnissvæðinu á meðan á mótinu stendur. Ennfremur verður rætt við forsvarsmenn Vesturrastar. Útvega þarf sökkur fyrir keppendur. Rætt um að kaupa sérmerktan bjór með merkimiða mótsins á flöskunum. 

 

2.    Önnur mál.             Næsti fundur undirbúningshópsins verður boðaður uppúr miðjum ágúst nk. Fleira ekki gert  og fundi var slitið kl. 19.45.Þórir Sveinsson, fundarritari.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 14 Júlí 2009 01:02
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2020 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.