Home Aðalfundur 21. mars 2009
Aðalfundur 21. mars 2009 Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Sunnudagur, 29 Mars 2009 02:23

Þremur Frökkum 21. mars 2009

EFSA Íslandi 

Aðalfundur EFSA 2008 – fundargerð.

Dagsetning:           Laugardaginn 21. mars 2009, kl. 10.00 –12.00.

Haldinn:                 Reykjavík að Baldursgötu 14, 2. hæð.

Viðstaddir:            Arnþór Sigurðsson, Auðunn Stefnisson, Helgi Bergsson, Katrín Gísladóttir, Ólafur Jónsson, Sigríður Kjartansdóttir,  Skarphéðinn Ásbjörnsson SigurlínStefánsdóttir og Úlfar Eysteinsson.

Gögn lögð fram:   Bréf um boðun fundarins, skýrsla stjórnar, reikningar starfsársins.    

Formaður EFSA Ísland, Skarphéðinn Ásbjörnsson, setti fundinn og bauð viðstadda velkomna. Fram kom í máli formanns að boðað hafi verið til þessa tíunda aðalfundar EFSA Ísland með bréfi dags. 24. febrúar 2009.

Dagskrá:1. Venjuleg aðalfundarstörf.a.       Kosning fundarstjóra og fundarritara.b.       Skýrsla stjórnar.c.       Reikningar liðins starfsárs.d.       Kosning stjórnar.e.       Ákvörðun um árgjald.2. Önnur mál.a.       EFSA Ísland aðalmót frá Dalvík 15.-16. maí 2009, EFSA Ísland innanfélagsmót frá Grindavík 29. ágúst 2009.b.       Styrkir til félaga sem sækja mót erlendis.c.       Erlend EFSA mót. Tegundamót í Plymouth, Englandi 28. og 30. maí 2009, Evrópumót í Stromness, Skotlandi 2.-8. ágúst 2009, strandveiðimót í Langeland, Danmörku 10. -14. nóvember 2009.d.       Strandveiðimót EFSA Ísland 2009.e.       EFSA Evrópumót á Dalvík 2010. Staða verkefnisins.f.        Inntaka nýrra félaga.g.       Annað. 

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

1.a.   Kosning fundarstjóra og fundarritara. Stungið var uppá Skarphéðni Ásbjörnssyni sem fundarstjóra og sem ritara og var tillagan samþykkt samhljóða.

1.b.   Skýrsla stjórnar. Skarphéðinn Ásbjörnsson formaður las skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár.

1.c.    Reikningar. Sigríður Kjartansdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum liðins starfsárs fyrir tímabilið 7. mars 2008 - 31. desember 2008.  Heildartekjur voru 881 þús.kr. en heildargjöld 959 þús.kr. og tap á rekstri því 78 þús.kr. Heildareignir nettó voru 683 þús.kr. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

1.d.    Kosning stjórnar. Tillaga kom fram um nær óbreytta skipan stjórnar eða þau Skarphéðinn Ásbjörnsson sem formann, Sigríði Kjartansdóttir sem gjaldkera, Þóri Sveinsson sem ritara og Arnþór Sigurðsson og Helga Bergsson sem meðstjórnendur. Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.e.   Árgjald 2009. Tillaga var lögð fram að árgjald EFSA Ísland fyrir árið 2009 verði óbreytt eða 3.000 kr. fyrir félagsaðild. Tillagan var samþykkt samhljóða. 

2. Önnur mál.2.a. Aðalmót EFSA Íslandi á Dalvík 15.-16. maí 2009. Fyrir fundinum lá bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem félaginu er veitt heimild til að halda aðalmót EFSA Ísland frá Dalvík 15.-16. maí 2009 og innanfélagsmót frá Grindavík 29. ágúst 2009. Mótsstjórn skipa þeir Skarphéðinn Ásbjörnsson, Þórir Sveinsson og Arnþór Sigurðsson. Bryggjustjórar Þorsteinn Már Aðalsteinsson og Úlfar Eysteinsson. Helgi Bergsson tók að sér að útvega beitu fyrir mótið. Ákveðið að halda undirbúningsfund fyrir mótið 25. apríl á Dalvík, kl 14:00. (Fyrirvari er gerður á tímasetningu ef fulltrúar í mótstjórn komast ekki á þessum tíma. Fundartími verður þá ákveðinn síðar að höfðu samráði við undirbúningshópinn.)

2.b. Styrkveitingar til félaga sem fara erlendis. Rætt um ákvörðun síðasta aðalfundar um að styrkja keppendur sem fara til Skotlands á þessu ári. Í umræðunum kom fram að sumir fundarmanna vildu fella niður styrkveitinguna í ljósi lítillar innkomu af tveimur síðustu mótum. Formaður lýsti þeirri skoðun sinni að óheppilegt væri að fella styrki alveg niður þar sem sumir þeirra sem fara utan hafi tekið ákvörðun að taka þátt í mótinu í Stromness í Skotlandi, þegar fyrir lá að félagið myndi styrkja keppendur. Ákveðið var að bíða með ákvörðun um upphæð þar til eftir mótið á Dalvík í maí nk. og samþykkt að boða til félagsfundar eftir vormótið sem ákveði upphæð styrks vegna ferðar á Evrópumótið í Stromness.

2.c. Þátttaka í EFSA-mótum erlendis. Eftirtaldir taka þátt í mótum EFSA erlendis á þessu ári (2009): Helgi Bergsson, Ólafur Jónsson, Kristbjörn Rafnsson og Ólafur Guðmundsson fara á tegundamótið (Conger) í Plymouth, Englandi,  28.-30. maí. Þau Helgi Bergsson, Ólafur Jónsson, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Þórir Sveinsson, Skarphéðinn Ásbjörnsson, Sigurlín Stefánsdóttir, Arnþór Sigurðsson og Sigríður Kjartansdóttir taka þátt í Evrópumótinu í línu- og bátakeppni frá Stromness á Orkneyjum í Skotlandi dagana 2.-8. ágúst nk. Ekki liggur fyrir hverjir taka þátt í strandveiðimótinu við Langeland, Danmörku, dagana 10. -14. nóvember nk.

2.d. Strandveiðimót EFSA Ísland 2009. Ákveðið var að halda strandveiðimótið í Skagafirði 20. júní n.k. Nánari útfærslu mótsins sjái Helgi Bergs um.

2.e. Evrópumótið EFSA á Dalvík 11.-15. maí 2010. Um framgang mótsins má sjá í skýrslu formanns. Þema mótsbæklingsins hefur verið hannað og eru bátamál í góðum farvegi en Árni Halldórsson hefur haft veg og vanda að þeim. Tryggingamál. Úlfar Eysteinsson tók að sér að skoða þá möguleika sem eru í boði.

2.f. Inntaka nýrra félaga.Nicolas Mark Sparkes hefur sótt um sem nýr félagi og var hann samþykktur inní félagið.

2.g. Annað.a. Ævifélagar EFSA Ísland.Tillaga lögð fram laugardaginn 21. mars 2009 á aðalfundi félagsins:„Þeir félagar sem verið hafa í EFSA Ísland lengur en þrjú ár geta óskað eftir því að gerast ævifélagar (Life Member) gegn greiðslu sem svarar tíföldu árgjaldi á hverjum tíma.“Greinargerð.Ávinningur fyrir þá sem gerast ævifélagar: ·        Ævifélagar fá tækifæri til þess að keppa í flokki ævifélaga á evrópumótum. ·        Ævifélagar greiða ekki árgjald í félagið.Tillagan samþykkt samhljóða. 

b. Heimasíða EFSA Ísland.Heitar umræður urðu um heimasíðuna og sætti formaður persónulegum svívirðingum af hálfu Katrínar Gísladóttur vegna ákvörðunar stjórnar um að færa vefsíðuna frá henni og til nýs hýsingaraðila. Snérust þær ásakanir meira um persónu formannsins heldur en málefnið sjálft.   

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00. Fundarritari í fjarveru ritara EFSA Ísland Skarphéðinn Ásbjörnsson.

 

Síðast uppfært: Laugardagur, 04 Apríl 2009 23:30
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2020 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.