Kristbjörn Rafnsson látinn. |
Skrifað af Helgi Bergsson |
Laugardagur, 18 Júní 2022 16:11 |
Kristbjörn Rafnsson, ævifélagi í EFSA Íslandi, lést að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní sl., 63ja ára að aldri. Dánarmein hans var krabbamein. Kibbi eins og hann var ætíð kallaður meðal veiðifélaga og vina hans tók þátt í flestum mótum EFSA Íslands og fjölmörgum mótum víðsvegar í Evrópu. Kibbi varð tvívegis Íslandsmeistari EFSA Íslands í bátakeppni eða árið 2003 frá Ólafsvík og árið 2008 frá Grindavík. Auk þessa varð hann mjög oft í öðru eða þriðja sæti karla í Íslandsmótinu, nú síðast í fyrra 2021 frá Ólafsvík er hann varð í 3ja sæti. Kibbi átti eitt af elstu veiðimetum EFSA Íslands eða marhnút 638 gr. veiddan í Íslandsmeistaramótinu frá Kópavogi á Syðra-Hrauni í Faxaflóa í apríl 2005 á bátnum Gimburey. Veiðifélagar hans munu sakna Kibba sem góðs félaga og keppnismanns, en ætíð gustaði af honum og leyndi hann ekki skoðunum sínum er í keppni var komið og reyndi ætíð sitt ítrasta að vinna sinn bát eins og sönnum keppnismanni ber. Félagar í EFSA Íslandi senda fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Our life member Kristbjörn Rafnsson “Kibbi”, died from cancer on Friday 17th June on Iceland National Day, 63 years of age. Kibbi was twice EFSA Iceland´s Champion or 2003 and 2008 and many times in the second or third place, just recently or last year 2021 in the third place. He participated many times in EFSA Boat & Line Championships and Species Championships in Europe. It is with sadness that we the members of EFSA Iceland say the last farewell to our good angler and friend. May he rest in peace. |