Home
Íslandsmeistaramót EFSA 2021 • Ólafsvík 21. - 22. maí • Úrslit Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Mánudagur, 24 Maí 2021 15:17

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í bátakeppni 2021 var haldið föstudaginn 21. maí sl. frá Ólafsvík með þátttöku átta veiðimanna sem kepptu á tveimur bátum. Fella varð niður seinni veiðidaginn laugardaginn 22. maí vegna veðurs. Mótið var hugsað sem æfingarmót fyrir Evrópumótið í tegundaveiði sem haldið verður í lok maí 2022 frá Ólafsvík. Áhersla var lögð á að veiða þorsk og ufsa, sem flokkaðir voru í fjóra lengdarflokka 35-55 cm sem gaf 1 stig hver fiskur, 56-75 cm sem gaf 7 stig, 76-100 cm sem gaf 14 stig og fiskar 101 cm og stærri sem gaf 50 stig. Engar aðrar tegundir en þorskur og ufsi töldust til stiga.

Alls veiddust 444 fiskar þar af 323 þorskar og 121 ufsi, flestir fiskana í tveimur minnstu stærðarflokkunum en einungis 60 í tveimur stærstu stærðarflokkunum. Stærsti þorskurinn var 99 cm, veiðimaður Hersir Gíslason og stærsti ufsinn var 105 cm, veiðimaður Hersir Gíslason.

Stigahæstur og þar með Íslandsmeistari 2021 varð Helgi Bergsson með 100% skor, 109 fiska og 452 aflastig. Í öðru sæti varð Hersir Gíslason með 100% skor, 54 fiska og 335 aflastig. Í þriðja sæti varð Kristbjörn Rafnsson með 88,96% skor, 48 fiska og 298 aflastig.

Veitt voru verðlaun fyrir efsta sætið í 2ja manna sveit, veiðimenn Þórir Sveinsson og Helgi Bergsson með samanlagt með 182,69 stig, 160 fiska og 729 aflastig.

Fræsingur var á veiðislóð, norðaustan kaldi en sól. Þar sem séð varð að fella þurfti niður seinni veiðidaginn vegna slæms veðurútlits var ákveðið að lengja veiðitímann um tvo tíma eða í 8 klukkustundir. Veitt var útaf Ólafsvík ýmist á tiltölulega grunnu vatni eða nærri 100 m.

Á lokahófinu á veitingarhúsinu Sker föstudaginn 21. maí var ákveðið að nota veiðidaginn sem féll niður síðar í sumar. Veiða á á allmiklu dýpi 200-300 m. til þess að reyna að fá sérstakar tegundir sem ekki veiðast á grynnra vatni. Ekki er hægt að fastsetja veiðidaginn þar sem "bongóblíða" þarf að vera þegar slík veiði fer fram. Það þýðir að veiðidagurinn verður ákveðin með skömmum fyrirvara þegar útlit er fyrir gott veður. Róið verður frá Ólafsvík.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.