Home Fundargerðir Aðalfundir Aðalfundur 5. mars 2011
Aðalfundur 5. mars 2011 Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 21 Mars 2011 16:26

EFSA Ísland

 

Aðalfundur EFSA 2010 – fundargerð.

 

Dagsetning: Laugardaginn 5. mars 2011, kl. 14.00 –17.10. Reykjavík að Baldursgötu 14, 2. hæð.

 

Haldinn: Reykjavík að Baldursgötu 14, 2. hæð.

 

Viðstaddir: Arnþór Sigurðsson, Guðbjartur Gissurarson, Haraldur Ingi Haraldsson, Helgi Bergsson, Ólafur Hauksson, Ólafur Jónsson, Sigríður Kjartansdóttir, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Sigurlín Stefánsdóttir, Skarphéðinn Ásbjörnsson, Úlfar Eysteinsson, Þorsteinn M. Aðalsteinsson og Þórir Sveinsson.

 

Gögn lögð fram: Bréf um boðun fundarins, stofnsamþykkt fyrir EFSA Ísland, reikningar starfsársins, tillaga um árgjald 2011, mótaskýrsla Evrópumóts í báta- og línukeppni í maí 2010, fundargerð stjórnarfundar 27. nóvember 2010, félagalisti í janúar 2011, drög að dagskrá Íslandsmeistaramóts EFSA 2011.

 

Formaður EFSA Ísland, Skarphéðinn Ásbjörnsson, setti fundinn og bauð viðstadda velkomna. Fram kom í máli formanns að boðað hafi verið til þessa tólfta aðalfundar EFSA Ísland með bréfi dags. 28. janúar 2011. Formaður óskaði eftir afbrigði frá boðaðri dagskrá þannig að liður 2.c. „Styrkir til félaga EFSA vegna þátttöku í Evrópumótum 2011" verði tekinn til afgreiðslu sem liður 2.b. og liðurinn 2.b. verði 2.c. á dagskránni. Afbrigðið var samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

b. Skýrsla stjórnar.

c. Reikningar liðins starfsárs.

d. Kosning stjórnar.

e. Ákvörðun um árgjald.

2. Önnur mál.

a. Evrópumót EFSA í báta og línukeppni Dalvík 8.-15. maí 2010.

b. Erlend EFSA mót 2011. Strandveiðimót í Wexford Írlandi, 27.-30.04, Báta- og línukeppni í Weymouth Englandi, 19.-23. september, Tegundamót í Langeland Danmörku, 29. október.-1. nóvember.

c. Styrkir til félaga EFSA vegna þátttöku í Evrópumótum 2011.

d. EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2011.

e. Inntaka nýrra félaga.

f. Annað.

 

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

1.a. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Stungið var uppá Skarphéðni Ásbjörnssyni sem fundarstjóra og Þóri Sveinssyni sem ritara og var tillagan samþykkt samhljóða.

1.b. Skýrsla stjórnar. Skarphéðinn Ásbjörnsson formaður las skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Í máli formanns kom að árið 2010 hafi verið það annasamasta frá endurreisn

félagsins 1998 enda mikil vinna hjá stjórn og undirbúningsnefnd við skipulagningu og framkvæmd Evrópumótsins í báta og línukeppni. Innanfélagsmótið, sem jafnframt gilti til Íslandsmeistara, var haldið frá Ólafsvík 18. september og Íslandsmeistarar urðu þau Helgi Bergsson og Sigurlín Stefánsdóttir. Íslandsmeistaramótið í strandveiði var haldið frá Helguvík í Keflavík 22. janúar 2011, en ítrekað varð að fresta mótinu vegna veðurs. Íslandsmeistari varð Helgi Bergsson. Skýrsla stjórnar var samþykkt samhljóða.

1.c. Reikningar. Sigríður Kjartansdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum liðins starfsárs. Heildartekjur voru 18,7 millj.kr. en heildargjöld 14,7 millj.kr. og hagnaður af rekstri 4 millj.kr. Innifalið í ársreikningi eru tekjur og gjöld í Evrópumótinu á Dalvík, sjá nánar í dagskrárlið 2.a. Heildareignir nettó voru 4,4 millj.kr. Alls greiddu þrjátíu og sex félagsgjald, sem var 3.000 kr., og þrír gerðust ævifélagar og greiddu 30.000 kr. hver. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

1.d. Kosning stjórnar. Tillaga kom fram um óbreytta skipan stjórnar eða þau Skarphéðinn Ásbjörnsson sem formann, Sigríði Kjartansdóttir sem gjaldkera, Þóri Sveinsson sem ritara og Arnþór Sigurðsson og Helga Bergsson sem meðstjórnendur. Tillagan var samþykkt samhljóða. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Úlfar Eysteinsson og Þorsteinn M. Aðalsteinsson.

1.e. Árgjald 2011. Tillaga var lögð fram að árgjald EFSA Ísland fyrir árið 2011 verði óbreytt eða 3.000 kr. fyrir félagsaðild. Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

2. Önnur mál.

2.a. Evrópumót EFSA í báta- og línukeppni frá Dalvík 8.-15. maí 2010. Ritari gerði grein fyrir undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd Evrópumótsins og lagði fram skýrslu um mótið (mótaskýrslu). Fram kom að alls tóku þátt 138 keppendur þar af 134 í bátakeppninni og 128 í línukeppninni. Í bátakeppninni (4 dagar) tóku þátt 12 konur, 19 eldri félagar (seniors) og 107 almennir og ævifélagar. Í línukeppninni tóku þátt 11 konur, 19 eldri félagar og 98 almennir og ævifélagar. Keppendur komu frá 13 deildum. Evrópumeistari karla í bátakeppninni var Scott Gibson, Skotlandi með 396,50% skor og Evrópumeistari kvenna varð Yulia Goncharova, Rússlandi með 350,46% skor. Evrópumeistari karla í línukeppninni varð Roy Shipway, Írlandi með 423 stig og Evrópumeistari kvenna varð Margaret Sweeney, Írlandi með 191 stig. Nánar má lesa um úrslit í mótaskýrslunni sem birt er á heimasíðu félagsins www.efsa.is. Gjaldkeri gerði grein fyrir rekstrarlegri afkomu mótsins. Fram kom að heildartekjur á árinu 2010 vegna mótsins námu 18,1 millj.kr. en útgjöld 14,3 millj.kr. Afkoman var því jákvæð sem nam 3,7 millj.kr. Stærsti hluti tekna voru þátttökugjöld og stærsti hluti útgjalda var leiga á bátum. Í umræðu um mótið kom fram að fjölmargir keppendur hafi haft samband og lýst ánægju sína með mótið og var sérstaklega tiltekið heimboð íbúa Dalvíkur í fiskisúpuveislu.

2.b. Styrkir til félaga EFSA vegna þátttöku í Evrópumótum 2011. Formaður lagði fram tillögu: „Legg til að greitt verði þátttökugjald í eitt mót erlendis árið 2011 að eigin vali keppanda. Þó nemi heildarstyrkir ekki hærri fjárhæð en sem nemur ¼ af höfuðstól (eigið fé) félagsins þann 31. desember 2010." Tillagan var samþykkt samhljóða.

2.c. Erlend EFSA mót 2011. Gerð var óformleg skoðunarkönnun á þátttöku meðal fundarmanna í mót erlendis á þessu ári. Tveir keppendur eru skráðir í strandveiðimótið í Wexford, þeir Helgi Bergsson og Haraldur Ingi Haraldsson. Fimm aðilar lýstu áhuga sínum á að taka þátt í báta- og línukeppninn í Weymouth Englandi, en skráningarfrestur er til 31. mars nk. Ekki er vitað um þátttöku í tegundamótinu í Langeland, en skráningarfrestur er til 30. apríl nk. Í tegundamótinu verður lögð áhersla að veiða kola og veitt verður á reki.

2.d. EFSA Ísland aðalmót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2011. Staðfest var ákvörðun stjórnar á stjórnarfundi 27. nóvember um val á keppnisstað og tíma á mótum innanlands á árinu 2011. Aðalmót (Íslandsmeistaramót) verður haldið frá Patreksfirði dagana 27.-

28. maí nk. Skráningarfrestur er til 13. maí. Innanfélagsmót. Mótið verður haldið frá Grindavík 27. ágúst. Veitt verður með léttlínu sem félagið útvegar og með einum króki. Strandveiðimót. Mótið, sem verður opið mót, verður haldið dagana 30. september-1. október á Akureyri og stefnt er að þátttakendur verði að lágmarki 20. Samþykkt var tillaga þess efnis að Helgi Bergsson og Haraldur Ingi Haraldsson sjái um undirbúning strandveiðimótsins og kalli til fleiri félaga þegar nær dregur mótinu. Gert er ráð fyrir að mótið verði liður í undirbúningi Evrópumóts í strandveiði árið 2012 á Íslandi (sjá dagskrárlið 2.f.)

2.e. Inntaka nýrra félaga. Fyrir lá tillaga um inntöku sex nýrra félaga: Haraldur Ingi Haraldsson, Guðbjartur Gissurarson, Robert Schmidt, Ægir Einarsson, Reynir Hjálmtýsson og Sigþór Bragason. Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

2.f. Annað. Önnur málefni sem rætt var um:

Strandveiðimót á Íslandi 2012. Lögð var fram tillaga um að EFSA Ísland sæki um að halda Evrópumót í strandveiði á Íslandi í 2.-6. október árið 2012 og verði umsóknin formlega lögð fram á fundi framkvæmdanefndar EFSA í Gatwick 16. apríl nk. Stjórnin deili út verkum við undirbúning að mótinu. Tillagan var samþykkt.

Lög félagsins. Formaður lagði fram tillögu um að félaginu yrðu sett lög byggð á stofnsamþykkt félagsins frá 16. janúar 1998. Óskað var eftir tilnefningu í laganefnd og voru Skarphéðinn Ásbjörnsson, Þórir Sveinsson, Sigurlín Stefánsdóttir og Úlfar Eysteinsson tilnefndir. Tillagan og tilnefning fulltrúa nefndarinnar var samþykkt.

Styrkir í mótum innanlands 2011. Formaður lagði fram tillögu: „eir félagar sem taka þátt í aðalmóti EFSA Íslands, Íslandsmeistaramótinu, fái þátttökugjaldið frítt." Tillagan samþykkt samhljóða.

Metfiskaskrá. Umræður urðu um metfiskaskrá EFSA Ísland og því beint til skrásetjara að uppfæra skránna á heimasíðunni.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi var slitið kl. 17.10.

Þórir Sveinsson fundarritari.

.
Síðast uppfært: Mánudagur, 21 Mars 2011 17:03
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2020 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.