Úrslit í aðalmóti EFSA Íslands í Grindavík 23.-25. maí 2025. Results from EFSA Iceland Open 23rd to 25th May 2025. |
![]() |
![]() |
Skrifað af Administrator |
Miðvikudagur, 28 Maí 2025 17:31 |
Aðalmót EFSA Íslands 2025 var haldið dagana 23. til 25. maí með þátttöku 14 veiðimanna þar af 5 frá Suður-Afríku. Róið var á fjórum bátum og veitt aðallega nærri Reykjanesröstinni til að reyna við stóra fiska, og giltu fjórar tegundir til stiga eða þorskur, ufsi, keila og langa. Fyrsta veiðidaginn föstudeginum 23. maí varð að aflýsa vegna veðurs. Alls veiddust 648 fiskar sem náðu máli (lágmarkslengd 50 cm) þar af 536 þorskar, 45 ufsar, 48 keilur og 19 löngur. Auk verðlauna fyrir lengsta fiskinn í tegundunum fjórum voru verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í einstaklingskeppninni, sem og til Íslendinga í fyrstu þremur sætunum í Íslandsmeistarakeppninni, og fyrir landsliðin tvö frá Íslandi (A og B) og eitt frá Suður-Afríku. Lengsta þorskinn 126 cm. veiddi Cobus Koekemoer Suður-Afríku, lengsta ufsann veiddi Gary Truluck Suður-Afríku 116 cm., lengstu keiluna veiddi Ægir Einarsson Íslandi 99 cm. og lengstu lönguna 156,5 cm. veiddi Cobus Koekemoer Suður-Afríku. Í fyrsta sæti í einstaklingskeppninni varð Ægir Einarsson Íslandi með 200% skor, 481 aflastig og 51 fisk. Í öðru sæti varð Allen Ford einnig með 200% skor en 426 aflastig og 42 fiska. Í þriðja sæti varð Chris Gerber með 197,33% skor 136 aflastig og 65 fiska. Íslandsmeistari EFSA Íslands árið 2025 varð Ægir Einarsson með 200% skor, 481 aflastig og 51 fisk. Í öðru sæti með 178,57% skor, 119 aflastig og 49 fiska varð Sævar Guðmundsson. Í þriðja sæti með 174,36% skor, 332 aflastig og 34 fiska varð Skarphéðinn Ásbjörnsson. Í landskeppninni varð sveit Suður-Afríku í fyrsta sæti með 728,73% skor, en skor fjóru efstu í viðkomandi fimm manna sveit er lögð saman. Í öðru sæti með 588,64% skor varð Ísland A og í þriðja sæti með 493,86% skor varð Ísland B. Í keppni skipstjóra varð Jón Gauti Dagbjartsson og áhöfn hans á bátnum Grindjáni GK-169 með 223,40 aflastig að meðaltali á veiðistöngina (fjöldi veiðimanna um borð). Í öðru sæti varð Kristján Þórisson og áhöfn hans á bátnum Hópsnes GK-77 með 143,29 aflastig að meðaltali á veiðistöngina. Í þriðja sæti varð Sigurður Þorleifsson og áhöfn hans á bátnum Stakkur ÁR-21 með 59,11 aflastig að meðaltali á veiðistöngina. Mótssetning og lokahóf samhliða verðlaunaafhendingunni fór fram í matsal Stakkavíkur. Stjórn EFSA Íslands vill koma á framfæri kveðjum og þakklæti til allra þeirra, sérstaklega Hermanns í Stakkavík, sem komu að og unnu við mótið og gerðu það mögulegt að mótið var haldið frá Grindavík eftir margra ára hlé. English version. EFSA Iceland Open 2025 was held from Grindavik in South-Iceland on 23rd to 25th May, a three-day fishing with registration on 22nd May and the Gala Dinner on 25th May. In the Championship there were 14 anglers, 5 from South Africa and 9 from Iceland on 4 boats. The first day, the 23rd, was cancelled due to bad weather. The targeting fish species were Cod, Coalfish, Tusk and Ling with 50 cm as the minimum size, and we fished in a rough area where two currents meet off the south-west coast to try to catch big fish. A total of 648 fish were caught, 536 Cod, 45 Coalfish, 48 Tusk and 19 Ling. The longest Cod of 126 cm was caught by Cobus Koekemoer South Africa, the longest Coalfish of 116 cm caught by Gary Truluck South Africa, the longest Tusk of 99 cm caught by Ægir Einarsson Iceland, and the longest Ling of 156.5 cm caught by Cobus Koekemoer South Africa. In the first place for individuals was Ægir Einarsson Iceland with 200% score, 481 fishpoints and 51 fish. In second place was Allen Ford South Africa also with 200% score but 426 fishpoints and 42 fish. In third place was Chris Gerber South Africa with 197.33% score 136 fishpoints and 65 fish. In the National Teams the team from South Africa was in the first place with 728.73% score. In second place with 588.64% score was Iceland A and in third place with 493.86% score was Iceland B. |