Íslandsmeistaramót EFSA aðalmót 2024. EFSA Iceland Open 2024. |
![]() |
![]() |
Skrifað af Helgi Bergsson |
Sunnudagur, 28 Júlí 2024 16:16 |
Aðalmót EFSA Íslands 2024 var haldið frá Sandgerði dagana 27. og 28. júlí. Róið var á tveimur bátum með átta keppendur. Áætlað var að veiða í Reykjanesröstinni, en hætt var við það vegna of mikillar ölduhæðar. Fyrir hádegi laugardaginn 27. júlí var sæmilegt veður sem fór versnandi þegar líða tók á daginn. Fella varð niður seinni veiðidaginn vegna slæms veðurs. Alls veiddust 221 fiskur af 9 tegundum; þorskur, ufsi, ýsa, steinbítur, langa, keila, lýsa, gullkarfi og litli karfi. Sævar Guðmundsson fékk flest aflastigin 207 og vann sinn bát og varð þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands 2024. Hann veiddi sjö tegundir. Helgi Bergsson fékk 100% skor á sínum báti með 191 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með ívið færri aflastig en Sævar eða 202, 97,58% skor og átta tegundir. Margir stórir fiskar veiddust og veiddu sex veiðimenn af átta fiska yfir 100 cm. Lengsta fiskinn veiddi Gunnar Jónsson (Gussi), löngu 159 cm. Næst lengsta fiskinn veiddi Þórir Sveinsson, löngu 138 cm og þriðja lengsta veiddi Sævar Guðmundsson, löngu 133 cm. EFSA Iceland Open 2024 was held on 27th to 28th July from Sandgerdi near Keflavik with two boats and eight anglers. A total of 221 fish were caught of nine species: Cod, Coalfish, Haddock, Wolf fish, Tusk, Ling, Whiting, Golden Redfish and Norwegian Redfish. The winner was Sævar Guðmundsson with 100% score and 207 fish points. In second place was Helgi Bergsson with 100% score and 191 fish points and in third place was Thorir Sveinsson with 97,58% score and 202 fish points. Many big fish were caught, and six of the eight anglers caught a fish over 100 cm. The longest fish, a monster Ling of 159 cm caught Gunnar Jónsson (Gussi). Thorir Sveinsson caught a Ling of 138 cm and Sævar Guðmundsson a Ling of 133 cm. The weather was not so good with heavy sea, strong wind and occasional rain. Due to bad weather the second fishing day was cancelled
|