Úllabikarinn og Siggubikarinn – farandverðlaun 2021. Prenta út
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 18 Apríl 2021 20:49

Á aðalfundi EFSA Íslands 21. mars sl. var samþykkt tillaga um að stofna til tveggja farandverðlauna til að heiðra minningu fallinna félaga okkar eða þeirra Úlfars Eysteinssonar fyrrv. gjaldkera félagsins og veitingarmanns á Þremur Frökkum og Sigríðar Kjartansdóttur fyrrv. gjaldkera félagsins og Íslands- og Evrópumeistara.

Verðlaunin heita „Úllabikarinn“ og „Siggubikarinn“, annars vegar fyrir flestar tegundir og hins vegar fyrir lengsta fiskinn. Í reglum um verðlaunin segir að veiða skal fiskana í sjó við Ísland (frá bátum, við strönd eða frá bryggjukanti) ýmist í mótum á vegum félagsins eða annarra aðila eða utan móta. Heimilt er að veiða fiska með öllum viðurkenndum veiðiaðferðum í sjóstangaveiði t.d. á krók, á spún, með pilki, með gerviagni (s.s. gervifiska, gervismokka, gúmmíagni, gerviorma) eða lifandi beitu o.s.frv. Fylla skal út eyðublöð fyrir þessi verðlaun, taka mynd samtímis af fiskinum og veiðikorti veiðimannsins, og ef um lengsta fisk er að ræða, þá skuli málband sem sýnir lengd fisksins einnig sjást á myndinni, skrá dagsetningu og veiðistað. Vitni kvitti fyrir veiðinni. Í lok árs á veiðimaður að senda þessi gögn til ritara félagsins. Eyðublöðin og veiðikort veiðimanns hafa verið send út í pósti.

This year (2021) EFSA Iceland´s members will compete to win the Ulli Cup and Sigga Cup to honor the memory of our two deceased members, Ulfar Eysteinsson, chef and owner of the fish restaurant “Three Coats” in Reykjavik (and EFSA Iceland club house) and Sigridur Kjartansdottir former Cashier of EFSA Iceland and former Lady Champion. Ulli´s cup is for most species of the year and Sigga´s cup for the longest fish of the year. The rules are that the fish must have been caught in Icelandic sea water, a picture of the fish showing the length of it with the member´s fishing card and the report signed by a witness to verify the catch. The full report to be sent in to EFSA Iceland´s Secretary at the end of the year. The fish can be caught from a boat or from shore or pier in a fishing venue or just fishing with friends.