Innanfélagsmót EFSA 2019 • Ólafsvík 31. ágúst • Úrslit Prenta út
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 04 September 2019 13:13

 

Innanfélagsmót EFSA Íslands í bátakeppni 2019 var haldið frá Ólafsvík laugardaginn 31. ágúst sl. með þátttöku fjögurra veiðimanna sem kepptu á einum báti.

 

Allar tegundir töldust til stiga og gaf hver fiskur eitt stig. Að auki fékk veiðimaður 15 stig fyrir hverja tegund. Alls veiddust 170 fiskar af sex tegundum; 81 þorskur, 55 ufsar og 27 lýsur. Af öðrum tegundum veiddust 7 fiskar; ýsa, sandkoli og flundra.

 

Stigahæstur karla varð Helgi Bergsson með 62 fiska, 6 tegundir og 152 aflastig. Í öðru sæti varð Gunnar Jónsson með 43 fiska, 5 tegundir og 118 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með 46 fiska, 4 tegundir og 106 aflastig.

 

Eitt nýtt tegundamet EFSA Íslands var sett í mótinu eða flundra sem vóg 860 grömm, 42,04 cm að lengd og 24,02 cm að ummáli. Veiðimaður Helgi Bergsson.

 

Fresta varð brottför úr höfn vegna norðan kalda, en þegar líða tók á morguninn rættist úr veðri og í lok veiðidags var komið blíðviðri og stéttur sjór.