Innanfélagsmót EFSA Íslands 2016. Cod Championship 2016. Prenta út
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 03 Júlí 2016 10:54

Innanfélagsmót EFSA Íslands 2016 í bátakeppni var haldið sunnudaginn 19. júní með þátttöku níu keppenda. Lögð var áhersla á að veiða þorsk og keppt eftir veiðireglum EFSA. Veitt var á tveimur bátum frá Dalvík í sjö klukkustundir frá kl. 08:00 til kl. 15:00.

Þorskunum var raðað í fjóra stærðarflokka; 45-60 cm. sem gaf 1 stig hver þorskur, 60,1 til 75 cm. sem gaf 3 stig hver fiskur, 75,1 til 90 cm. sem gaf 8 stig hver fiskur og yfir 90 cm. sem gaf 20 stig hver fiskur. Alls veiddust 187 þorskar þar af 136 í minnsta stærðarflokknum, 45-60 cm., 42 fiskar í stærðarflokknum 60,1-75 cm., 6 fiskar í stærðarflokknum 75,1-90 cm. og 3 þorskar í yfir 90 cm. stærðarflokknum.

Úrslit urðu þau að Guðmundur Örn Ólafsson varð í fyrsta sæti með 100% skor á bátnum Magna en Sigtryggur Þrastarson vann hinn bátinn (Brimfaxa) og fékk einnig 100% skor og réði fjöldi aflastiga röðun sæta, en Guðmundur fékk 76 aflastig og Sigtryggur 47 aflastig. Í þriðja sæti varð Skarphéðinn Ásbjörnsson með 89,36% skor. Þórir Sveinsson veiddi stærsta (lengsta) þorskinn sem var 94 cm. að stærð. 2ja manna sveitarkeppnina unnu þeir Guðmundur Örn og Þórir með 180,26% skor. Báturinn Magna, skipstjóri Guðmundur Örn Ólafsson, varð í fyrsta sæti í bátakeppninni með 106 aflastig á meðalstöngina en báturinn Brimfaxi, skipstjóri Skarphéðinn Ásbjörnsson, varð í öðru sæti með 81 aflastig á meðalstöngina.

English version.

After the EFSA Iceland´s Open Boat Championship 2016 a one day Cod Championship was held on Sunday 19th June with nine anglers on two boats from Dalvik. Total catch was 187 Cod that counted. The point system was divided into four length categories: 45 cm to 60 cm, >60cm to 75 cm, >75 cm to 90 cm, over 90 cm. Results: Gudmundur Örn Olafsson in first place with 100% score, Sigtryggur Thrastarson in second place with 100% score and Skarphedinn Asbjörnsson in third palce with 89,36% score. The two man team was won Gudmundur Örn Olafsson and Thorir Sveinsson with 180,26% score. The biggest fish was a Cod of 94 cm, angler Thorir Sveinsson.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 03 Júlí 2016 10:55