Fundur 21.11.09 v/Dalvík 2010 Prenta út
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Laugardagur, 21 Nóvember 2009 21:24
EFSA Íslandi Fundur í undirbúningsnefnd evrópumóts 2010  

Mættir eru:

Úlfar Eysteinsson, Árni Halldórsson, Helgi Bergs, Þorsteinn Aðalsteinsson, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Guðmundur St Jónsson, Sigurlín Stefánsdóttir, Skarphéðinn Ásbjörnsson, Sigríður Kjartansdóttir, Arnþór Sigurðsson, Júlíus Júlíusson og Þórir Sveinsson.

 

Ákvörðun um lit á barmmerki.

Borið fram litaspjald og merktu fundarmenn við. Svartir stafir á gulum grunni var valið.

 

Júlíus bar fram nokkur atriði.

Merki mótsins í gögnin. Hugsanlega lætur Dalvíkurbyggð sauma merkin EFSA að kostnaðarlausu.

Makaferðir. Ferðaþjónustuaðilar hafa sýnt áhuga á að skipuleggja ferðir.

Gistimál: Laust er enn á Ytri-Vík og Húsabakka. Einbýlishús og íbúð á Dalvík.

Menningarhúsið er bókað fyrir EFSA þá daga sem dagskráin segir.

Ferðamöguleikar. Rætt um að semja við einhverja aðila varðandi fastar ferðir. Júlíus tekur að sér að semja við bílstjóra.

Matsölustaðir: Júlli útbýr lista með aðilum sem bjóða veitingar og sendir stjórn.

 

Aðstaða fyrir lokahóf og aðstöðu: Fram kom hugmynd um Víkurröst. Fundarmenn fóru að loknum fundi og skoðuðu aðstöðunasem virðist vera fullnægjandi. Ákveðið var að falla frá fyrri ákvörðun um að halda verðlaunaafhendingu og lokahóf í Sjallanum á Akureyri og hafa það í Víkurröst.

 

Bátamál: Þórir geri lauslega kostnaðaráætlun vegna mótsins og í framhaldi af því verði samið við bátaeigendur. Skarph. og Árni sjái um það.

 

Bryggjustjórn: Áhersla lögð á það að bátar verði klárir að morgni með ís og beitu. Fari svo ekki í löndun fyrr en keppendur eru farnir frá borði.

Aðstaða fyrir keppendur: Áhersla lögð á að hafa aðstöðu á einum stað, Þorsteinn og Guðmundur sjái um að semja við hafnaryfirvöld um aðstöðuna.

Aðgerðaraðstaða: Bryggjustjórar sjái um að koma afla í sölu. Slægingu ef á þarf að halda.

 

Beitumál: Sauri og smokkfiskur. 5 saurar og 5 smokkar á dag á mann. Steini ætlar að athuga hvort styrkur fæst til beitukaupa. Hefur samráð við Helga um það.

 

Samningur um tryggingar vegna mótsins liggur fyrir, samið hefur verið við VÍS vegna þess.

 

Leyfi til að halda mótið hefur borist frá Sjávarútvegsráðuneytinu.

 

Uppástunga um að útbúa merki, Úlfar athugi kostnað við merki á bíla og í gögn.

 

Helgi sjái um að safna gefins dóti í gögnin.

 

Þórir komi pöntunarlista vegna nestis til veitingamanna sem áhuga hafa á að bjóða upp á það.

 

Sala á veiðivörum á svæðinu: Sigga og Þórir sjái um að semja við söluaðila um að koma og selja vörur. Hugsanlega styrki líka. EFSA sjái um sökkusölu. Finna þarf aðila til að sjá um það. Úlfar ætlar að ræða við Erlend Guðjónsson um málið.

 

Skarphéðinn sjái um að hafa samband við ANDE um að útvega léttlínuna. Horst Schneider ætlar að að vera búinn að undirbúa það.

 

Þórir hafi samband við höfuðstöðvar vegna kostnaðar á “Badges” hugsanlegt er að fá þau líka að láni.

 

Dómnefnd verður skipuð í mótinu: Formaður hennar frá Íslandi, Skotland, England, Rússland.

 

Tillaga frá Helga um að safna Íslensku dóti í verðlaun.

 

Boð frá Skoskri hljómsveit um að spila á lokahófinu. Ekka samstaða um það.

 

Ákveðið að breyta dagskrá veiðinnar í léttlínunni og enda veiðar við Dalvík í staðinn fyrir Akureyri.

 

Helgi ræði við söluaðila á peisum um kostnað við að merkja peisur og selja á mótinu.

 

Fleira ekki gert,

 

Fundarritari

Skarphéðinn Ásbjörnsson

 

Síðast uppfært: Föstudagur, 08 Janúar 2010 15:34