Veiðireglur strandveiðimót 2010 Prenta út
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Þriðjudagur, 13 September 2011 21:21

Veiðireglur fyrir opið strandstangveiðimót í 7-9. Október 2011 í Eyjafirði.

Haldið af EFSA Ísland

  1. Mótið er haldið samkvæmt reglum  EFSA  Ísland og EFSA eins og þær eru þegar mótið er haldið.
  2. Veiðimenn skulu veiða  við það númer á veiðistað sem þeir draga.  Reglum um veiðitíma er stranglega framfylgt.
  3. Einungis ein stöng er leyfð við veiðar.  Varastöng má hafa, samsetta með línu en ekki má vera tengdur slóði á henni.
  4. Allt að 2 krókar eru leyfðir.  Ekki er leyfilegt að nota spún.
  5. Engin takmörk eru á fjölda slóða.
  6. Hver veiðimaður er jafnframt aðstoðarmaður og sem slíkur ber að kynna sér reglur mótsins.  Engin undantekning er gerð á þessu.
  7. Mótið er „veiða og sleppa“ mót
  8. Alla fiska skal mæla frá enda sporðs að fremst á kjafti.
  9. Alli fiska skal mæla á viðurkenndan kvarða.
  10. Alla fiska skal skrá á sérstakt skráningarkort sem veiðimaður fær úthlutað.  Tölur eru lagðar saman jafnóðum og hver fiskur er skráður.
  11. Hver skráður fiskur fær 5 stig sem færð eru inn þegar samtala kortsins er reiknuð út.
  12. Beitu er úthlutað fyrir hvern veiðidag. Tímasetning er auglýst við setningu móts.   Afgangsbeitu er skilað.  Ekki má henda beitu.  Veiðimaður sem notar beitu frá deginum áður er vísað úr keppni.
  13. Fisk skal skrá strax eftir að hann er dreginn.  Þ.e. ekki má beita annan slóða og kasta út áður.   Næsti veiðimaður verður að vitna mælingu og skrá hana á skráningarkort veiðimanns áður en næsta kast er tekið. Einnig ritar hann fangamark sitt fyrir aftan skráninguna. Næsti veiðimaður fylgist með því að fiskinum sé sleppt.  Enginn annar má skrá á kortið og ekki sveitar eða liðsfélagar.
  14. Reikna verður út úr skráningarkortum að fullu ( það gerir næsti veiðimaður á veiðistað) áður en farið er af strönd eftir veiði.  Lína skal dregin undir síðasta skráðan fisk á korti.  Fiskur sem ekki hefur fangamark ritað við skráninguna er ógildur.
  15. Hægt er að afhenda skráningarkort á hverjum veiðistað að lokinni veiði.  Ekki er tekið á móti kortum sem eru: Ekki samanlögð.  Ekki undirrituð af næsta veiðimanni. Ekki afhent á veiðistað innan 45 min eftir veiðitíma.
  16. Eftir að fiskur hefur verið skráður ber að sleppa honum að viðurlögðum stigamissi.
  17. Hirða má fisk í „pottinn“ en þá ber að klippa sporð í augsýn næsta veiðimanns.
  18. Til viðbótar þessum reglum gilda reglur um drengskap og heiðarleika á veiðistað  „fair play“.  Sá veiðimaður sem hefur með háttsemi sinni misvirt mótið og íþróttina getur verið dæmdur til hæfilegrar refsingar ákveðin af mótsnefnd.
  19. Deilumál sem upp kunnu að rísa hljóta úrskurð mótsnefndar.
  20. Hver tilraun til að lengja mælingu á fiski kostar keppanda brottvísun.
  21. Skipulagsnefnd getur framkvæmt leit í farangri ef kringumstæður kalla á slíkt.
  22. Keppendur mega ekki veiða á keppnistöðum 5 daga fyrir mót.  Brot á þessu afskráir keppanda frá mótinu.
  23. Útdráttur  á veiðistöðum og veiðisvæðum fer fram með blinddrætti.  Einnig verður skipað í lið með handahófsvali.
  24. Úrslit verða tilkynnt daglega í höfuðstöðvum mótsins.  Athugasemdum ber að koma til skila, skriflega, áður en beitu er dreift daginn eftir eða klst. fyrr en veiði hefst á síðasta degi.
  25. Mótsnefnd ber ekki ábyrgð á tjóni, spjöllum eða slysum á meðan mót stendur.