Home
Íslandsmeistaramót EFSA Íslands 2014 í strandveiði - úrslit Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Sunnudagur, 31 Ágúst 2014 16:42

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í strandveiði 2014 var haldið laugardaginn 30. ágúst frá Skarðsvík, Snæfellsnesi með fjórum keppendum. Vegna veðurs varð að fella niður keppnina seinni daginn eða á sunnudeginu 31. ágúst, en þess í stað var veitt allan fyrri daginn í átta tíma. Þrjár tegundir veiddust; ufsi, flundra og sandkoli. Stærsti fiskur mótsins var ufsi 45 cm, veiðimaður Reynir Halldórsson. Nýtt met var slegið, flundra 44 cm að lengd og 24 cm breidd, og þyngdin 0,890 kg. Veiðimaður Helgi Bergsson.

Íslandsmeistari EFSA Íslands 2014 í strandveiði varð Helgi Bergsson með 310 stig en röð keppenda var þessi:

Helgi Bergsson 310 stig

Reynir Halldórsson 240 stig

Ævar Einarsson 175 stig

Paul Fawcett 130 stig

Síðast uppfært: Sunnudagur, 31 Ágúst 2014 16:43
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.